Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.08.2014, Side 17

Skinfaxi - 01.08.2014, Side 17
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 17 „Elsti sonur okkar er að keppa á Unglinga- landsmóti í fimmta sinn. Í kringum íþróttirnar hjá krökkunum verður til flottur hópur foreldra sem halda saman og gera skemmtilega um- gjörð. Dóttirin, sem er miðjubarn okkar, er nú að keppa í fyrsta skipti, og þar er kominn ann- ar góður kjarni sem myndast hefur í kringum hana. Svo eru einhver ár í það að sá yngsti fái að keppa á Unglingalandsmóti. Ég er búinn að reikna það út að við verðum á Unglinga- landsmóti til 2021,“ sagði Ásmundur Arnar- son, sem kunnur er af störfum sínum sem þjálfari meistaraflokks karla í Fylki. „Þau eru orðin ansi mörg Unglingalandsmót- in sem ég hef farið á sem foreldri. Það er orð- inn fastur liður hjá fjölskyldunni um verslunar- mannahelgi að fara á þetta mót og er bara alveg frábært. Það er ekki illa farið með tím- ann að koma með börnin sín á mótin. Það er alveg ljóst að fjölskyldan mun verja næstu árum á Unglingalandsmóti,“ sagði Jón Arnar Magnússon, einn besti tugþrautarmaður þjóðarinnar hér á árum. „Gleðin og samhugurinn eru allsráðandi hjá krökkunum þegar þau keppa. Krakkarnir eru óhræddir að prófa aðrar íþróttagreinar en þau eru vön, gleðin er í fyrirrúmi og ánægjan skín úr hverju andliti. Þessi mót hafa klárlega náð markmiðum sínum, allir eru að gera sitt besta í keppni og foreldrar eru öryggir með börnin sín. Þetta er bara gaman,“ sagði Jón Arnar. Jón Arnar Magnússon, Reykjavík: Gleði og samhugur allsráðandi Ásmundur Arnarson, Reykjavík: Það er alltaf gaman að koma aftur og aftur Ásmundur sagði stemmninguna á Ungl- ingalandsmóti alveg einstaka. Það væri góð rútína að koma börnunum upp á mótið og vera saman og gera eitthvað skemmtilegt þessa helgi. „Umgjörð Unglingalandsmótanna er sér- lega flott og það er gaman að koma aftur og aftur. Hér kemur saman mikill hópur áhuga- fólks um íþróttir og maður hittir mikið af fólki sem maður hefur hitt áður gegnum tíð- ina, alls staðar að af landinu og það skapar líka stemningu,“ sagði Ásmundur Arnarson. Markús Steinn, sá yngsti, Bergþóra Sól, Hörður Máni og eiginkonan, Ísabella María Markan. „Ég er mjög glöð og hamingjusöm yfir hve allt gekk vel á mótinu á öllum stöðum. Veðrið kom okkur á óvart, það var blíða allan tímann sem hefur mikið að segja þar sem saman er kominn fjöldi fólks. Þetta flotta fólk sem er að taka þátt, ekki bara í sinni íþróttagrein sem það æfir allt árið, heldur er það líka að prófa aðrar greinar sem gerir mótið svo skemmtilegt. Það sem stendur líka upp úr er að ungmennafélags- hreyfingin skuli standa fyrir svona við- burði þar sem tækifærin fyrir unga fólkið til að prófa sig áfram eru svo mörg. Það var svo margt í boði þannig að allir áttu að finna eitthvað við sitt hæfi,“ sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Helga Guðrún sagði að ungmenna- félagshreyfingin gæti verið miklu meira en stolt af þessu móti. Hún sagðist hafa talið í mörg ár að Unglingalandsmótið væri rós hreyfingarinnar, það breyttist ekkert, það verður bara þannig. Þetta mót vex og dafnar, greinum og afþreyingu fjölgar. Ekki bara fyrir yngri systkini heldur líka bara fyrir foreldra og íbúa. „Við getum líka alveg sagt að þetta sé mót sem allir Íslendingar geta verið stoltir af, ekki bara ungmennafélagshreyfingin,“ sagði Helga Guðrún. „Við mótshaldið á Sauðárkróki hjálpaðist allt að. Það rættist heldur betur úr veðrinu því að spáin var ekki allt of hliðholl okkur fyrir mótið. Það kom mjög reynslumikið fólk að framkvæmd mótsins og öll stöndum við þétt saman. Bæði forysta UMFÍ, héraðssam- böndin öll og fólkið sem þar starfar. Ennfrem- ur íbúar og þeir sem halda utan um mótið. Þess vegna heppnast mótið alltaf vel því að það eru nánast engir hnökrar. Ef eitthvað kemur upp tekur bara næsti við og aðstoðar.“ - Svo að allir geta farið glaðir heim og hlakkað til næsta móts? „Já, það er bara þannig. Það komu til mín um helgina fjórir 18 ára gamlir strákar sem eru á sínu síðasta móti. Þeir spurðu mig hvort ekki væri hægt að hækka aldurinn á mótinu upp í 20 ár því að þá langaði svo að geta tekið þátt í næsta móti. Ég sagði þeim að gerast þjálfarar og mæta þannig til næsta móts og ég held að þeir ætli að athuga þann möguleika. Það geta allir haldið glaðir og sáttir heim frá þessu móti. Unglinga- landsmótin eru góður staður fyrir fjölskyld- una,“ sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ: Tækifærin eru svo mörg fyrir unga fólkið til að prófa sig áfram Unglingalandsmótið á Sauðárkróki

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.