Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.08.2014, Side 35

Skinfaxi - 01.08.2014, Side 35
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 35 og tókst allt er viðkom mótinu einstaklega vel. Formaður HSV, Guðný Stefanía Stefáns- dóttir, setti mótið, en síðan tók Jens Krist- mannsson við stjórn. Mótið gekk vel og létu keppendur vel af allri aðstöðu. Verðlauna- afhending var í höndum stjórnanda mótsins. Formaður FÁÍA, Þórey S. Guðmundsdóttir, sleit síðan mótinu og þakkaði framkvæmda- aðilum og keppendum fyrir gott mót og sérlega flott og gott veisluborð. Keppendur voru heldur færri nú en síðustu ár og þurfa íbúar á þéttbýlissvæðinu að taka sig á, þegar mót eru haldin úti á lands- byggðinni. Tilkynnt var að næsta mót verði í Mosfellsbæ í umsjón FaMos 21. ágúst 2015. Íslandsmót FÁÍA í pútti 60 ára og eldri Í slandsmót Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra í pútti 60 ára og eldri fór fram á Ísafirði 22. ágúst sl. Mótið var í umsjón Kubba, íþróttafélags eldri borgara á Ísa- firði. Keppt var á átján holu velli og leiknar 36 holur. Undirbúningur og framkvæmd var í höndum íþróttanefndar félaga eldri borgara Úrslit urðu þessi: Konur 1. Þórey S. Guðmundsdóttir, Skógarmenn, Reykjavík, 75 högg 2. Jytta Juul, Borgarfjörður, 76 högg (eb) 3. G. Sigríður Þórðardóttir, Kubbi 2, 6 högg Karlar 1. Reynir Pétursson, Golffél. Ísaf., 69 högg 2. Kristján J. Hafsteinsson, FaMos, 72 högg 3. Hannes G. Sigurðsson, FaMos, 73 högg (eb) Sveitir 1. FaMos, Mosfellsbær, 218 högg 2. Golffélagar Ísafjörður, 220 högg 3. Borgarbyggð 1, Borgarfjörður, 228 högg (eb = Eftir bráðabana)

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.