Skinfaxi - 01.05.2014, Side 10
10 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Hreyfivikan „Move Week“ er samevrópsk her-
ferð sem hefur það að markmiði að kynna
kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og
íþróttum reglulega.
ISCA-samtökin (International Sport and
Culture Association) halda utan um verkefnið
en Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) er aðili að
samtökunum og fylgir því eftir hérlendis.
ISCA vinnur með mörgum grasrótarsamtök-
um um allan heim að þessu markmiði. Megin-
markmið allra grasrótarsamtaka ISCA er að
efla samstarf ólíkra hópa með það að mark-
miði að auka þátttöku almennings í hreyf-
ingu og íþróttum. Framtíðarsýn samstarfs-
aðila er „að 100 milljónir fleiri Evrópubúa
verði orðnir virkir í hreyfingu og íþróttum
fyrir árið 2020“.
Fyrsta ár herferðarinnar var 2012 en þá
tóku einstaklingar, stofnanir og borgir um
alla Evrópu þátt í stórum stíl. Fyrsta herferðin
fór fram í október en þá voru haldnir yfir 100
viðburðir í 23 löndum með um 140.000 þús-
und þátttakendum. Á Íslandi voru haldnir um
30 viðburðir um allt land og voru þátttakend-
ur nokkur hundruð.
Hreyfivikan á Fljótsdalshéraði
fékk verðlaun 2013
Í fyrra fjölgaði þátttakendum um allan heim
en 37 Evrópuþjóðir tóku þátt og útlit fyrir að
þeim fjölgi enn frekar í ár. Hjá UMFÍ er útlit
fyrir að enn fleiri sambandsaðilar taki þátt í
herferðinni og einkaaðilar að sama skapi.
Hreyfivikan á Fljótsdalshéraði 2013 var eitt
af níu verkefnum sem hlutu verðlaun „Move
Week“ 2013 fyrir samvinnu ólíkra aðila innan
sveitarfélags. En það var samstarf margra
ólíkra þátta sem kom að verkefninu sem
vakti athygli út fyrir landsteinana.
Almenningsíþróttaverkefni
án uppskriftar
Segja má að herferðin sé almennings-
íþróttaverkefni án uppskriftar þar sem eina
markmiðið er að fá fólk til að hreyfa sig og
taka þátt í hverju því sem hentar því sjálfu.
Sambandsaðilar eru hvattir til að nýta Hreyfi-
vikuna til að kynna það öfluga og góða starf
sem þegar er í boði og brydda upp á einhverj-
um nýjungum sérstaklega í hreyfivikunni til
að hvetja fólk til þátttöku. Mikilvægt er að fá
sem flesta aðila, fyrirtæki og hópa samfélags-
ins í lið með sér líkt og Fljótsdalshérað sýndi
og sannaði á síðasta ári til að gera gott sam-
félag enn betra.
Langtímamarkmið
UMFÍ horfir á verkefnið til langs tíma líkt
og herferðin er langtímamarkmið og hvetur
því aðila til að byrja smátt og bæta við á
næsta ári í stað þess að fara of bratt af stað.
Einfaldir viðburðir hitta oftar en ekki í mark
og litlu hlutirnir skipta máli. Ganga með leik-
skólabörn á dvalarheimili á nágrenninu og
slá upp harmonikkuballi er dæmi um snið-
ugan viðburð sem hvorki krefst mikils undir-
búnings né kostnaðar en skilur mikið eftir
sig fyrir báða aldurshópa.
Ungmennafélag Íslands fagnar öllum
þeim sem áhuga hafa á að taka þátt og breiða
út með okkur boðskapinn um mikilvægi
hreyfingar fyrir alla. Sabína Steinunn Hall-
dórsdóttir landsfulltrúi heldur utan um verk-
efnið fyrir UMFÍ og er ávallt boðin og búin til
að veita enn frekari upplýsingar og styðja þá
sem vilja taka þátt á einn eða annan máta.
Hreyfivikan
Í áranna rás hafa þjóðir þekkt og lagt rækt við þau einföldu sannindi að lykillinn að góðri heilsu felist meðal
annars í nægilegri hreyfingu og heilbrigð-
um lifnaðarháttum.
Rannsóknir hafa leitt í ljós að hreyfing-
arleysi getur haft í för með sér fjölmarga
sjúkdóma. Offita er algengasta afleiðing
hreyfingarleysis og stuðlar oft að því að
aðrir kvillar og/eða langvinnir sjúkdómar
hrjái einstaklinga. Þannig eru þeir sem
þjást af offitu taldir líklegri til að glíma við
áunna sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma,
krabbamein, andlega vellíðan, gallsteina,
gigt og kvilla í stoðkerfi, svo sem mjóbaks-
verki, slit í hnjám, baki, mjöðmum, ökklum
og hrygg.
Ungmennafélag
Íslands hefur ákveðið
að gefa verkefnum á
sviði almennings-
íþrótta enn meira
vægi í starfsemi félags-
ins í því augnamiði að vekja fólk til um-
hugsunar um mikilvægi hreyfingar og
hollra lifnaðarhátta. Ástundun almenn-
ingsíþrótta höfðar til allra aldurshópa og
tekur mið af hverjum einstaklingi, hver
stundar sína íþrótt á sínum forsendum.
Mikilvægast er að sérhver einstaklingur
finni íþrótt sem hann getur stundað sér
til heilsubótar og síðast en ekki síst
ánægju.
ALMENNINGSÍÞRÓTTIR OG ÚTIVIST