Skinfaxi - 01.05.2014, Síða 13
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 13
Óskaplega gaman af þessu
„Eins og gefur að skilja fer mikill tími í
æfingar en ég hef bara óskaplega gaman af
þessu. Ég hef alltaf einsett mér að standa
mig vel í því sem ég tek mér fyrir hendur og
metnaðurinn er mikill að standa sig vel á
hlaupabrautinni,“ sagði Aníta Hinriksdóttir í
samtali við Skinfaxa en hún hóf að æfa frjáls-
ar íþróttir þegar hún var 10 ára gömul.
Frjálsar heilluðu mest
„Ég prófaði í byrjun allar greinar innan
frjálsra íþrótta og svo var ég í sundi, körfu-
bolta og ýmislegu öðru. Það kom síðan í ljós
að frjálsar íþróttir heilluðu mig mest og
hlaupin urðu ofan á í þeim efnum,“ sagði
Aníta.
Ætla að æfa vel
- Hvernig sérð þú fyrir þér næstu árin hjá þér,
kannski þá sem frjálsíþróttakonu í fremstu röð?
„Það er stefnan á meðan ég hef gaman af
þessu. Ég ætla að æfa vel eins og ég hef alltaf
gert en maður veit aldrei hvað framtíðin ber
í skauti sér.“
Unglingalandsmót UMFÍ
eru frábær
Aníta keppti á Landsmóti UMFÍ á Selfossi í
fyrrasumar og hefur auk þess keppt á nokkr-
um Unglingalandsmótum í gegnum tíðina.
Hún segist alltaf hafa notið sín á þessum mót-
um og að það sé gaman að hafa tekið þátt í
þeim.
„Unglingalandsmót UMFÍ eru frábær hvert
sem litið er, góð og jákvæð reynsla. Á mótun-
um hefur ég kynnst mörgum krökkum og
tekið þátt í greinum sem ég er ekki vön að
keppa í. Það hefur verið mjög gaman og góð
stemning. Krakkar og unglingar eiga að nota
þetta tækifæri, að keppa við jafnaldra sína í
góðu umhverfi. Þátttakan í mótunum hefur
líka gefið manni tækifæri til að ferðast um
landið.“
Allt saman gengur upp að
lokum
- Hvernig hefur gengið hjá þér að sameina
æfingar og námið?
„Það hefur bara gengið vel en þegar maður
skipuleggur tímann vel þá gengur þetta allt
saman upp að lokum. Það er ekkert ákveðið
hvað ég geri þegar stúdentsprófinu lýkur,
jafnvel að æfa erlendis. Ég ætla fyrst að sjá
hvað mig langar til að læra. Ég er að æfa með
flottum æfingahópi hér heima og aðstæð-
urnar eru ágætar. Ég ætla bara að vona að
framtíðin sé björt hjá mér,“ sagði Aníta en
hún leggur stund á nám við Menntaskólann
í Reykjavík.
Æfa vel og skipulega
- Hvaða góð ráð gefur þú börnum og ungl-
ingum sem eru að æfa íþrótt sína?
„Fyrst og fremst að hafa gaman af því sem
„Eins og gefur að skilja
fer mikill tími í æfingar en
ég hef bara óskaplega
gaman af þessu.“
þau eru að gera og æfa vel með skipulögð-
um hætti,“ sagði Aníta Hinriksdóttir í spjall-
inu við Skinfaxa.
Við upphaf 1500 m
hlaups kvenna á
Meistaramóti Íslands
á dögunum þar sem
Aníta Hinriksdóttir
sigraði með miklum
yfirburðum. María
Birkisdóttir, Guðlaug
Edda Hannesdóttir,
Fríða Rún Þórðardótt-
ir og Helga Guðný
Elíasdóttir eru hér með
Anítu við rásmarkið.