Skinfaxi - 01.05.2014, Blaðsíða 16
16 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
B
jörgvin Páll er mikill íþrótta-
maður og hefur mikinn metnað
til að komast sem lengst í íþrótt
sinni. Það gerist ekki af sjálfu sér
en þrotlausar æfingar hafa komið
honum í þá stöðu að leika í bestu
deild handboltans í heiminum.
Kröfurnar þar eru miklar en Björgvin hefur
staðið sig vel og er að hefja sjöunda ár sitt
í atvinnumennskunni. Björgvin Páll var ný-
farinn til Þýskalands þegar viðtalið fór fram
en æfingar fyrir næsta tímabil eru hafnar.
Undirbúningstímabilið í þýska handbolta-
num þykir mjög erfitt og dagarnir langir og
strangir.
Björgvin Páll, sem verður 29 ára gamall á
þessu ári, er fæddur á Hvammstanga. Dvölin
á Hvammstanga varð ekki löng en þaðan lá
leiðin í Kópavoginn og loks til Reykjavíkur
þar sem hann kynntist eiginkonu sinni,
Karenu Einarsdóttur. Saman eiga þau eina
dóttur sem er að verða eins árs.
Tilviljun að handboltinn
varð fyrir valinu
„Ég hef verið um átta ára gamall þegar ég
fór að æfa íþróttir af einhverri alvöru. Ég var
í byrjun í flestum boltaíþróttum og einnig
í fimleikum og dansi. Að æfa svona margar
greinar í upphafi jók bara hreyfigetuna og
ég er viss um að það hefur aðeins gert mér
gott. Ég var ofvirkur sem krakki og þurfti því
mikla útrás. Að því kom að ég þurfti að gera
upp hug minn, í hvaða íþrótt ég ætlaði að
vera. Handboltinn varð fyrir valinu en það
var bara tilviljun. Ég var aldrei hræddur við
að standa á milli stanganna og þegar upp
var staðið var þetta hárrétt ákvörðun hjá
mér,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson í spjalli
við Skinfaxa.
Eiginkonan mikill Framari
Björgvin Páll sagðist hafa alist upp í HK í
Kópavogi. Síðan lék hann með Víkingi í tvö
ár, með ÍBV tímabilið 2003 og loks í Fram
þaðan sem hann fór í atvinnumennskuna.
Eiginkona hans er mikill Framari eins og allt
tengdafólk hans.
Tvisvar markvörður ársins
Björgvin hóf atvinnumennskuna með
þýska liðinu Bittenfeld en hélt þaðan til sviss-
neska liðsins Kadetten Schaffhausen og lék
þar við frábæran orðstír. Hann var valinn mark-
vörður ársins 2010 og 2011 og var valinn í lið
ársins þar í landi. Hann vann auk þess titla
með liðinu. Hann fór á nýjan leik til Þýska-
lands og gekk í raðir Magdeburg og lék með
liðinu í tvö ár. Björgvin Páll er núna að hefja
sitt annað tímabil með Bergischer HC.
Dvölin í Sviss góður skóli
„Ég spilaði mikið með Bittenfeld á fyrstu
árum mínum í Þýskalandi og það var mikil
og góð reynsla fyrir mig. Ég fór síðan til Sviss
BJÖRGVIN PÁLL
GÚSTAVSSON
í mun betra lið og fékk að spila mikið með lið-
inu. Þarna áskotnaðist mér reynsla og dvölin
í Sviss var góður skóli. Ég fór á nýjan leik til
Þýskalands og lék með Magdeburg í tvö ár
þaðan sem ég fór til Bergischer HC sem ég
leik með í dag. Þýskaland er Mekka hand-
boltans enda er gríðarlegur áhugi á hand-
bolta í Þýskalandi, leikirnir eru vel sóttir og
stemningin er einstök. Ég er bjartsýnn fyrir
næsta tímabil. Liðinu gekk lengstum vel á
síðasta tímabili og við mætum núna til leiks
reynslunni ríkari. Maður veit ekkert hvað
framtíðin ber í skauti sér og kannski á maður
eftir að fá tækifæri til að leika í Frakklandi eða
á Spáni, hver veit? Tíminn í atvinnumennsk-
unni líður hratt og því er gott að nýta tímann
vel,“ sagði Björgvin Páll.
Lærður bakari
Björgvin Páll er bakari að mennt. Hann er
stúdent frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla,
einkaþjálfari frá Íþróttaakademíu Keilis,
íþróttaþjálfari frá Íþróttaakademíu Keilis og
leggur stund á fjarnám í viðskiptafræði við
Háskólanum á Bifröst.
Stofnaði tvö fyrirtæki
„Ég hef mikinn áhuga á viðskiptum og
hef stofnað tvö fyrirtæki. Það er eins víst að
maður eigi eftir að vinna við þetta þegar
atvinnumennskunni lýkur. Það er langt í það
því að ég stefni að því að vera í atvinnu-
mennsku næstu tíu árin ef skrokkurinn leyfir.
Þegar maður snýr heim aftur á einhverjum
tímapunkti verður maður í vinnu tengdri
viðskiptum og eflaust handboltanum líka.
Handboltinn mun alltaf spila hlutverk hjá
manni,“ sagði Björgvin Páll.
Draumurinn rættist
Björgvin Páll sagði það forréttindi að hafa
handboltann að atvinnu. Það hefði alltaf
verið draumur hans að komast í atvinnu-
mennsku og sá draumur hefði ræst.
„Þýskaland er Mekka hand-
boltans enda er gríðarlegur
áhugi á handbolta í Þýska-
landi, leikirnir eru vel sóttir og
stemningin er einstök.“
Björgvin Pál Gústavsson, landsliðsmarkmann
í handknattleik, þarf vart að kynna en hann
hefur varið mark íslenska landsliðsins síðustu
ár af stakri prýði. Upp úr standa silfurverðlaun
á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og brons-
verðlaun á Evrópumótinu í Austurríki 2010.