Skinfaxi - 01.05.2014, Page 17
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 17
Er kagginn
kominn með skoðun?
Keyrum örugg um
vegi landsins og látum
skoða bílinn þar sem
reynslan er mest!
- örugg bifreiðaskoðun um allt land
Netfang: frumherji@frumherji.is · www.frumherji.is
BE
TR
I S
TO
FA
N
Það er metnaður okkar hjá
Frumherja að veita góða þjónustu
og hagstæð kjör á skoðunum.
ÞJÓNUSTUVER
TÍMAPANTANIR OG UPPLÝSINGAR
570 9090
„Atvinnumennskan er ekki fyrir alla og
þetta er harður heimur. Það er ekkert gefið
eftir og menn þurfa að hafa fyrir hlutunum.
Það má aldrei slá slöku við. Þetta er ofsalega
gaman þegar vel gengur og að fá greitt fyrir
íþróttaiðkun sína,“ sagði Björgvin Páll.
Þú verður að hafa gaman
og æfa íþróttina markvisst
- Á Björgvin góðar ráðleggingar handa
þeim sem hafa sett sér það markmið og eiga
þann draum að gerast atvinnumenn?
„Það skiptir engu máli hvaða íþrótt á í hlut,
það er tvennt sem hafa verður í huga að mínu
mati. Þú verður að hafa gaman af því að
stunda íþróttina og æfa markvisst. Einhvers
staðar stendur að æfingin skapi meistarann
og það eru orð að sönnu. Þú verður að finna
sjálfan þig og æfa markvisst með skipulögð-
um hætti.“
Keppti einu sinni á héraðs-
móti USVH
Björgvin Páll er inntur eftir því hvort hann
hafi keppt á mótum á vegum Ungmenna-
félags Íslands.
„Ég gerði það aldrei en veit að þessi mót
eru skemmtileg og eiga sér mikla sögu. Ég
keppti þó einu sinni á héraðsmóti USVH á
Alltaf draumur minn að komast í atvinnumennsku
„Þú verður að finna
sjálfan þig og æfa
markvisst með
skipulögðum hætti.“
Hvammstanga. Ég tók þátt í boðhlaupi þegar
ég var í heimsókn hjá föður mínum og við
gerðum bara vel og hrepptum silfurverð-
laun. Þessu hlaupi man ég vel eftir,“ sagði
Björgvin Páll.
Erum oft vanir að velja
okkur erfiðari leiðina
- Ef við snúum okkur að landsliðinu. Var ekki
sárt að sjá á eftir sætinu á HM í Katar?
„Jú, það var gríðarlega sárt að sitja eftir.
Það var alltaf markmiðið hjá okkur að kom-
ast til Katar en því miður gekk það ekki eftir.
Við munum bretta upp ermar og gera betur
fyrir næstu keppni. Við eigum möguleika að
koma okkur á Ólympíuleikana í Ríó 2016 og
að því verður stefnt með öllum ráðum. Nú er
bara að vinna rétt og skynsamlega úr hlutun-
um og við erum oft vanir að velja okkur erfið-
ari leiðina,“ sagði Björgvin Páll í viðtalinu við
Skinfaxa.