Skinfaxi - 01.05.2014, Qupperneq 24
24 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
64. sambandsþing Ungmenna- og íþrótta-
sambands Austurlands var haldið á Djúpa-
vogi 30. mars sl. Þingið gekk vel, fjöldi
tillagna lá fyrir en fram kom að mikill
kraftur er í allri starfsemi sambandsins
sem stendur einnig vel fjárhagslega.
Gunnar Gunnarsson var endurkjörinn
formaður UÍA sem og aðalstjórn.
Hrönn Jónsdóttir, stjórnarmaður í UMFÍ,
flutti kveðju stjórnar og sæmdi Andrés
Skúlason starfsmerki UMFÍ. Andrés sat
í stjórn Neista í fjölda ára fyrir aldamót,
var formaður í kringum aldamótin síð-
ustu en hætti um 2002. Eftir það hefur
hann verið á hliðarlínunni og hlúir vel
að starfi ungmennafélagsins í gegnum
störf sín sem oddviti og forstöðumaður
íþróttamiðstöðvar Djúpavogs. Andrés
er ávallt tilbúinn til að taka þátt í og hjálpa til
við ýmsa viðburði á vegum félagsins.
Starfsmerki UÍA hlutu tvær Neistakonur,
þær Kristborg Ásta Reynisdóttir sem sat fjöl-
mörg ár í stjórn, mætir á alla viðburði og er
ávallt fyrst til að bjóða fram aðstoð og Klara
Bjarnadóttir sem sat samfellt í 6 ár í stjórn og
hefur starfað í sund- og yngriflokkaráði
félagsins. Hún mætir á alla viðburði og hefur
Sambandsþing Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands:
Gunnar Gunnarsson endurkjörinn formaður
ávallt verið tilbúin til að hjálpa
þegar þess hefur verið þörf.
Eva Dögg Jóhannsdóttir, glímu-
kona í Val á Reyðarfirði, var útnefnd
íþróttamaður UÍA 2013. Eva hefur
stundað íþróttir frá unga aldri og er
fjölhæf íþróttakona. Hún hefur æft
glímu hjá Val síðustu átta ár. Á glímu-
vellinum þykir Eva Dögg bæði
lipur og sterk auk þess að vera mikil
keppnismanneskja sem leggur hart
að sér við æfingar og keppni. Eva er
ætíð tilbúin að hjálpa til við hvers
kyns verkefni sem koma upp og
varða glímuna og félagsstarf hjá Val.
Hún er búin að ná sér í dómararétt-
indi í glímu og dæmir nú hjá yngri
keppendum. Auk titilsins íþrótta-
maður UÍA 2013 hlaut Eva Dögg
glæsilegan farand- og eignarbikar og
100.000 kr. styrk úr Spretti, afrekssjóði UÍA
og Alcoa.
Klara Bjarnadóttir
og Kristbjörg Ásta
Reynisdóttir voru
sæmdar starfsmerki
UÍA.
14. héraðsþing HSV var haldið 5. júní í Há-
skólasetri Vestfjarða. Tókst þingið vel í alla
staði. Þingforseti var Marinó Hákonarson og
stýrði þinginu með myndarbrag. Lagðir voru
fram ársreikningar ársins 2013 sem sýndu að
rekstur HSV er í góðum höndum og gott
jafnvægi fjármálum sambandsins. Þá var
lögð fram skýrsla stjórnar sem sýndi grósku-
mikið starf síðasta árs.
Jón Páll Hreinsson lét af störfum sem
formaður eftir átta ára setu og var honum
þakkað og hælt á víxl gegnumgangandi allt
þingið enda hefur hann verið mikill og far-
sæll leiðtogi HSV þennan tíma. Nýr formaður
var kjörinn Guðný Stefanía Stefánsdóttir.
Héraðsþing Héraðssambands Vestfirðinga:
Guðný Stefanía Stefánsdóttir nýr formaður HSV
Guðný Stefanía Stefáns-
dóttir, nýkjörinn
formaður HSV, ásamt
Jóni Páli Hreinssyni,
fráfarandi formanni.
Sæmundur Runólfsson, framkvæmda-
stjóri UMFÍ, ávarpaði þingið og sæmdi Jón
Pál Hreinsson gullmerki UMFÍ. Anna Lind
Ragnarsdóttir og Hulda Gunnarsdóttir voru
sæmdar gullmerki UMFÍ fyrir áralangt gott
starf innan ungmennafélagshreyfingarinnar,
sem burðarásar í starfi Ungmennafélagsins
Geisla í Súðavík. Þá voru veitt tvö silfurmerki
HSV en þau hlutu Óðinn Gestsson og
Ingólfur Þorleifsson fyrir gott starf innan
HSV. Þá hlaut Jóhann Króknes Torfason
gullmerki HSV fyrir langt og óeigingjarnt
starf í þágu íþróttahreyfingarinnar.
Guðný Helgadóttir var endurkjörin formaður
Ungmenna- og íþróttasambands Fjalla-
byggðar á ársþingi sambandsins sem haldið
var í íþróttamiðstöðinni Hóli á Siglufirði 22.
maí sl.
Guðný Helgadóttir, nýendurkjörinn for-
maður UÍF, þakkaði traustið sem henni væri
sýnt og sagði að það væri gefandi að vinna
með góðu fólki. Hún tilkynnti jafnframt að
ákveðið hefði verið að veita hverju aðildar-
félagi 80 þúsund króna styrk úr verkefna-
sjóði UÍF.
Ársþing Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar:
Þakklát fyrir traustið sem mér var sýnt
Stjórn UÍF skipa: Guðný Helgadóttir, for-
maður, Sigurður Gunnarsson, Sigurpáll
Gunnarsson, Þórarinn Hannesson og María
Elín Sigurbjörnsdóttir. Í varastjórn eru Óskar
Þórðarson og Ragnheiður Ragnarsdóttir.
Sæmundur Runólfsson, framkvæmda-
stjóri UMFÍ, ávarpaði þingið og sæmdi þau
Helgu Hermannsdóttur og Kristján Hauks-
son starfsmerki UMFÍ. Hann færði einnig
sambandinu silfurskjöld í tilefni 5 ára
afmælis Ungmenna- og íþróttasambands
Fjallabyggðar.
Sæmundur Runólfs-
son, framkvæmda-
stjóri UMFÍ, ásamt
Guðnýju Helga-
dóttur, formanni
UÍF, sem tók við
silfurskildi frá
UMFÍ í tilefni 5 ára
afmælis UÍF.