Skinfaxi - 01.05.2014, Blaðsíða 26
26 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Aðalfundur Ungmennafélagsins Fjölnis var
haldinn í Dalhúsum í Grafarvogi 28. mars sl.
Ágætis mæting var á fundinum sem gekk
vel. Reikningar og skýrsla stjórnar voru sam-
þykkt einróma og Jón Karl Ólafsson endur-
kjörinn formaður Fjölnis. Stjórn Fjölnis skipa:
Jón Karl Ólafsson, formaður, Birgir Gunn-
laugsson, Ásgeir Heimir Guðmundsson,
Ingibjörg Óðinsdóttir, Sveinn Ingvarsson,
Björk Guðbjörnsdóttir, Kristján Friðrik Karls-
son og Laufey Jörgensdóttir. Úr stjórn gengu
þau Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir, Örn
Pálsson og Jón Oddur Davíðsson.
Aðalfundur Ungmennafélagsins Fjölnis:
Jón Karl endurkjörinn formaður Fjölnis
Á aðalfundinum voru sex einstakling-
ar sæmdir silfurmerki Fjölnis, þau Guð-
mundur L. Gunnarsson, framkvæmdastjóri
Fjölnis, Stefán Birkisson, fimleikadeild, Ingi-
björg Grétarsdóttir, handboltadeild, Ingi-
björg Kristinsdóttir, sunddeild, Valborg
Guðrún Guðjónsdóttir, karatedeild, og Boris
Bjarni Akbachev, handboltadeild.
Kristinn Óskar Grétuson, í varastjórn UMFÍ,
flutti ávarp og sæmdi þau Jarþrúði Hönnu
Jóhannsdóttur og Örn Pálsson starfsmerki
UMFÍ.
Jón Karl Ólafs-
son, formaður
Fjölnis (t.h.),
ásamt sex
félögum sem
voru sæmdir
gullmerki
Fjölnis fyrir
frábær störf í
þágu félagsins.
Ársþing Ungmennasamband Dalamanna
og N-Breiðfirðinga (UDN) var haldið í félags-
heimilinu Árbliki þann 6. maí sl. Á þinginu
kom fram að rekstur sambandsins gekk vel á
síðasta ári sem skilaði þó nokkrum afgangi.
Breyting varð á stjórn UDN, en í hana komu
Herdís Erna Matthíasdóttir, Heiðrún Sandra
Grettisdóttir og Jenny Nilsson. Varamenn
eru Sigurdís Sigursteinsdóttir og Sigurður
Bjarni Gilbertsson.
Sæmundur Runólfsson, framkvæmda-
stjóri UMFÍ, ávarpaði þingið.
Ársþing Ungmennasambands Dalamanna og N-Breiðfirðinga:
Vænta góðs af samstarfssamningi við Dalabyggð
Kristján Garðarsson, formaður UDN, sagði
að rekstur Ungmennasambandsins hefði
gengið sérlega vel á síðasta ári og starfið
verið með ágætum.
„Samstarfssamningur UDN við Dalabyggð
tók gildi um síðustu áramót og væntum við
góðs af honum. UDN tekur m.a. yfir hluta
æskulýðsstarfsins þannig að það er í mörg
horn og líta og bjart fram undan í starfinu,“
sagði Kristján Garðarsson, formaður UDN.
Þess má geta að Guðni Albert Kristjánsson,
íþrótta- og tómstundafulltrúi, tók við fram-
kvæmdastjórn sambandsins 1. júní sl.
V
orfundur UMFÍ var haldinn í Hóps-
skóla í Grindavík 10. maí sl. en
fundinn sóttu fulltrúar frá sam-
bandsaðilum hreyfingarinnar.
Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður
UMFÍ, bauð í upphafi fulltrúa velkomna til
fundarins. Af því loknu kynntu Sigurður
Guðmundsson og Ómar Bragi Stefánsson,
landsfulltrúar UMFÍ, helstu niðurstöður úr
stefnumótunarvinnu um framtíð lands-
móta UMFÍ. Þá fóru þau Anna Möller, for-
stöðumaður Evrópa unga fólksins, og
Andrés Pétursson hjá Rannís yfir tækifæri
sem í boði eru í Evrópuverkefnum. Sabína
Steinunn Halldórsdóttur, landsfulltrúi
UMFÍ, og Gunnar Gunnarsson, formaður UÍA,
upplýstu fundarmenn um verkefnið Move
Week en Íþróttafélagið Höttur og Sveitar-
félagið Fljótsdalshérað fengu verðlaun fyrir
eitt besta verkefnið í evrópsku „Move Week“-
herferðinni í fyrra. Róbert Ragnarsson, bæjar-
stjóri í Grindavík, og Þorsteinn Gunnarsson,
sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs,
fóru síðan með gesti um íþróttasvæðið í
bænum en gríðarleg uppbygging hefur
verið þar og stendur raunar enn yfir á íþrótta-
mannvirkjum svo að svæðið er orðið eitt
það glæsilegasta á landinu. Að því loknu var
haldið námskeið í hvatningu, viðhorfum og
mannlegum samskiptum.
Vorfundur UMFÍ var haldinn í Grindavík