Skinfaxi - 01.05.2014, Blaðsíða 27
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 27
Aðalfundur Ungmennafélagsins Óðins í Vest-
mannaeyjum var haldinn í íþróttamiðstöð-
inni 15. maí sl. Fundurinn var fremur fámenn-
ur þar sem flestir Eyjamenn voru uppi á landi
að fagna Íslandsmeistaratitli í handknattleik.
Fundurinn tókst engu að síður vel og er
bjartsýni ríkjandi hjá félaginu sem leggur
megináherslu á frjálsar íþróttir. Helgi Gunnars-
son, fjármálastjóri UMFÍ, mætti á fundinn og
flutti kveðjur frá Ungmennafélagi Íslands,
stjórn og starfsfólki.
Aðalfundur Ungmennafélagsins Óðins:
Bjartsýni ríkjandi hjá félaginu
Ný stjórn Umf. Óðins:
Örvar Guðni Arnar-
son, Karen Inga
Ólafsdóttir og
Kolbrún Lilja
Ævarsdóttir.
Þing HSH var haldið á Hótel Hellissandi 29.
mars sl. Þingið hafði áður verið dagsett 20.
mars en því varð að fresta vegna veðurs.
Þingið var starfsamt og meðal ályktana þess
voru áskoranir til UMFÍ og ÍSÍ um að halda
áfram með þátttöku í ánægjuvoginni. Einnig
var samþykkt áskorun á mennta- og men-
ningarmálaráðuneytið um að efla ferða-
sjóð íþróttafélaga og um rekstrarstyrk til
íþróttahéraða. Þingforseti var Kjartan Páll
Einarsson og ritarar voru María Valdimars-
dóttir og Harpa Jónsdóttir.
Framboð til formanns var dregið til baka
og var ákveðið framhaldsþing til að uppfylla
kjör formanns og stjórnar. Auk Hermundar
Pálssonar gekk Garðar Svansson úr stjórn en
Kristján Magni Oddsson, Sólberg Ásgeirsson
og Elín Kr. Halldórsdóttir eru áfram í stjórn.
Uppstillingarnefnd ásamt stjórn var falið að
koma með tillögur innan þriggja vikna um
framboð til formanns og stjórnarmanns.
Á þinginu flutti Sæmundur Runólfsson,
framkvæmdastjóri UMFÍ, kveðjur frá stjórn
og starfsfólki UMFÍ. Þá sæmdi hann Hörpu
Jónsdóttur, Íþróttafélagi Miklaholtshrepps,
starfsmerki UMFÍ.
Þing Héraðssambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu:
Hörpu Jónsdóttur veitt starfsmerki UMFÍ
Sæmundur Runólfs-
son, framkvæmda-
stjóri UMFÍ, sæmdi
Hörpu Jónsdóttur,
Íþróttafélagi Mikla-
holtshrepps, starfs-
merki UMFÍ.
Ný stjórn var kjörin á fundinum sem er
þannig skipuð: Formaður er Örvar Guðni
Arnarson og meðstjórnendur Karen Inga
Ólafsdóttir og Kolbrún Lilja Ævarsdóttir.
Blátt áfram fagnaði 10 ára afmæli samtakanna miðvikudaginn
23. apríl síðastliðinn með afmælisráðstefnu félagsins sem var
haldin á Icelandair Hotel Reykjavík Natura. Tóku ráðstefnugestir
þátt í umræðum og skiptust á hugmyndum um forvarnir á
Íslandi og hvað mætti gera betur í forvörnum næstu 10 árin.
Á þessum tímamótum heiðraði Blátt
áfram aðila sem hafa að mati samtakanna
skarað fram úr í forvörnum gegn kynferðis-
ofbeldi á börnum. Blátt áfram vill með
þessum þakklætisvotti hvetja þessa aðila
til að halda ótrauðir áfram og þakkar þeim
fyrir að vera verndarar barna á Íslandi.
Íþróttir eru þverskurður af þjóðfélaginu.
Það sem fyrirfinnst i þjóðfélaginu finnst
líka í íþróttum og ekki má horfa fram hjá
því. Því er mikilvægt að allir þeir sem
starfa með börnum taki hlutverk sitt alvar-
lega og verndi börnin.
Ungmennafélag Íslands tók fyrsta skref-
Blátt áfram veitti UMFÍ viðurkenningu
ið í forvörnum gegn kynferðisofbeldi á börn-
um hér á landi. Blátt áfram var verkefni UMFÍ
fyrstu tvö árin. UMFÍ gerði sér grein fyrir mikil-
vægi fræðslu í samfélaginu og hefur haldið
Systurnar
Svava og
Sigríður
Björnsdætur
ásamt Helgu
Guðrúnu
Guðjónsdóttur,
formanni
UMFÍ.
því áfram. Fram kom að án UMFÍ hefði
Blátt áfram ekki orðið til. Helga Guðrún
Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, veitti
viðurkenningunni móttöku .