Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.05.2014, Side 28

Skinfaxi - 01.05.2014, Side 28
28 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands U ngmennafélagið Tindastóll var stofnað 26. dag októbermánaðar árið 1907. Helstu hvatamenn að stofnuninni voru fjórir búfræðing-ar frá Hólum, þeir Pétur Jakobs- son frá Skollatungu, Kristján Sigurðsson, síðar bóndi á Brúsastöðum í Vatnsdal, og þeir Sig- urður og Þorbjörn Björnssynir frá Veðramóti. Félagið efldist fljótt, lét sig varða allt, er til framfara horfði í þessu bæjarfélagi, og áhrif þess voru ótvíræð. Starf Tindastóls spannar orðið 107 ára sögu en aldarafmælisins 2007 var minnst með veglegri afmælishátíð. Nærri helmingur bæjarbúa hefur snertiflöt við félagið Gunnar Gestsson, sem verið hefur formað- ur Tindastóls síðan 2006, segir að miðað við stærð samfélagsins, en íbúar sveitarfélagsins Skagafjarðar erum 2800 manns, sé starfsemin Ungmennafélagið Tindastóll á Sauðárkróki: Mjög góð þátttaka almennt mjög öflug og lífleg. Nærri helmingur bæjarbúa hefur ein- hvern snertiflöt við félagið, annað- hvort sem iðkendur eða félagar. 400–500 krakkar stunda einhverja íþrótt sem í boði er hjá Tindastóli en þær eru körfuknattleikur, knattspyrna, sund, frjálsar íþróttir og skíði. Júdó og bog- fimi eru greinar sem nýkomnar eru inn. Óhætt er að segja að þátttaka í íþróttum sé almenn í bæjarfélaginu. Körfubolti og fótbolti stærstu deildirnar „Starfsemin er misjöfn í deildunum eins og gefur að skilja. Stærstu deildirnar eru körfubolti og fótbolti, en körfuboltinn býr að því að vera með bestu aðstöðuna fyrir þá sem stunda íþróttina. Tindastóll á í dag lið í efstu deild í körfuboltanum og konurnar í næstefstu deild og við erum að keppa til verðlauna í yngri flokkunum á Íslandsmótunum,“ sagði Gunnar Gestsson, formaður Tindastóls, í samtali við Skinfaxa. Spurður hver væri ástæðan fyrir þessari velgengni körfuboltans á Sauðárkróki í gegnum árin sagði Gunnar hana vera sam- bland af aðstöðunni og svo síðan ákveðinni hefð sem skapast hefur. Á sama tíma hefur engin hefð skapast fyrir handbolta og blaki svo að eitthvað sé nefnt. Betra að vera keppnishæf í einni grein en slakari í 5–6 greinum „Stór hluti af starfi okkar hefur farið í körfu- boltann yfir vetrartímann og þess vegna höf- um við fengið mannskap til að sinna því og eins krakkana til að koma og stunda íþrótt- ina. Stærð sveitarfélagsins gefur ekki tæki-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.