Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.2014, Page 29

Skinfaxi - 01.05.2014, Page 29
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 29 í íþróttum í bæjarfélaginu færi til að vera með fleiri íþróttagreinar og þá er betra að vera keppnishæf í einni grein en slakari í 5–6 greinum. Við eigum lið í næst- efstu deild í fótboltanum. Það hefur verið erfitt að manna frambærilegt lið á þessum vettvangi því að við eigum ekki nógu mikið af heimamönnum sem ná að spila á styrk sem við viljum. Við getum ekki staðið í því að kaupa hálft lið til að standast samkeppnina, látum frekar skynsemina ráða. Íþróttaáhugi hefur verið mikill á Sauðárkróki í gegnum tíðina og í dag verður maður áþreifanlega var við það að góð aðstaða til íþrótta ráði orðið miklu í búsetu fólks, hvað ungviðinu er boðið upp á. Aðstaðan og fólkið sem við höf- um til að sinna starfinu skiptir öllu máli. Starf- semi skíðadeildarinnar fer ört vaxandi og skíðasvæðið er mjög gott. Það eru stórhuga menn sem koma þarna að og starfið hefur gengið vel. Skíðastarfsemin gerir ekkert ann- að en að stækka og dafna á næstu árum,“ sagði Gunnar Gestsson. Þurfum varanlega aðstöðu fyrir knattspyrnuna yfir vetrartímann - Hvað liggur fyrir að gera í íþróttamálum á næstu árum að þínu mati? „Það liggur ljóst fyrir að við þurfum ein- hverja varanlega aðstöðu fyrir knattspyrnuna. Það er engin aðstaða til knattspyrnuiðkunar yfir vetrartímann en við getum sagt að um- ræður um að koma aðstöðu upp séu mjög jákvæðar. Það er vonandi að eitthvað gerist í þeim efnum á næstunni, hvort sem það verð- ur gervigrasvöllur eða knattspyrnuhús, en ljóst er að aðstaða fyrir knattspyrnuna, svo að hægt sé að stunda hana yfir veturinn, verður að komast upp fyrr en síðar. Annars er ég bjartsýnn á framtíðina fyrir hönd Tindastóls,“ sagði Gunnar Gestsson, for- maður félagsins .

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.