Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.2012, Page 24

Skinfaxi - 01.05.2012, Page 24
24 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands „Ég er rosalega ánægð með mótið í heild sinni og stolt af því hvað allir hlutir gengu vel. Sjálfboðaliðarnir, sem komu að mótinu, unnu gott starf sem og íbúarnir sjálfir. Framkvæmd UMSK á mótinu var því til sóma. Ánægjan skein úr hverju andliti og veðrið lék við okkur alla keppnisdagana. Öll dagskráin gekk upp og það var gaman að sjá stórglæsileg dansatriði sem settu skemmtilegan svip á mótið,“ sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður Ung- mennafélags Íslands, í mótslok. Um 800 keppendur 2. Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri fór fram dagana 8.–10. júní sl. og það er mál manna að vel hafi tekist til og ljóst sé að þetta mót eigi bjarta framtíð fyrir sér. Þátt- takendum fjölgaði töluvert milli ára en um 800 keppendur sóttu mótið í Mosfellsbæ. Ljóst er nú þegar að fjölmörg önnur sveit- Landsmót UMFÍ 50+ í Mosfellsbæ: Framkvæmd UMSK á mótinu var því til sóma arfélög hafa áhuga á að sækja um að halda næsta mót. Ákvörðun um það verð- ur tilkynnt á Unglingalandsmótinu sem haldið verður á Selfossi um verslunar- mannahelgina. „Við erum hæstánægð með mótið og gaman var að sjá hvað keppendum fjölg- aði á milli ára. Það er alveg ljóst að þetta mót er komið til að vera,“ sagði Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Lands- móts UMFÍ 50+, í samtali við Skinfaxa. Keppt í yfir 20 greinum Á mótinu var keppt í yfir 20 greinum sem voru jafnmismunandi og þær voru margar. Þar má nefna sprettþraut sem samanstóð af sundi, hlaupi og hjólreiðum, þá var einnig keppt í pönnukökubakstri og 37 km sjö tinda hlaupi ásamt fleiri greinum. Fólk naut þess að vera á mótinu og er ljóst að mótið er mikil hvatning fyrir fólk á miðj- um aldri til að hreyfa sig. Á mótinu fær það tækifæri til að keppa við jafnaldra sína, hittast og eiga góða stund saman. Forsetinn flutti ávarp Mótssetning fór fram á aðalvellinum í Mosfellsbæ í fallegu veðri. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti ávarp við setninguna. Auk hans fluttu ávörp Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menn- ingarmálaráðherra, og Haraldur Sverris- son, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Þá voru flutt nokkur söngatriði og komu þar fram m.a. Sigrún Hjálmtýsdóttir, Vorboðinn, kór eldri borgara í Mosfellsbæ, og söngsveitin Hafmeyjurnar. Tómas Lárusson, fyrrum íþróttakappi úr Mosfellsbæ, tendraði landsmótseldinn sem logaði meðan á mótinu stóð.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.