Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.05.2012, Qupperneq 25

Skinfaxi - 01.05.2012, Qupperneq 25
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 25 Á 2. Landsmóti UMFÍ 50+ í Mosfellsbæ var efnt til málþings Heilsuvinjar sem bar yfir- skriftina Bætt heilsa, betra líf – hvað þarf til? Málþingið var haldið í hátíðarsal Varmár- skóla. Geir Gunnlaugsson landlæknir setti mál- þingið en fluttir voru 11 fyrirlestrar. Fyrir- lestrarnir voru um flest sem viðkemur heilsu og má í því sambandi nefna hreyf- ingu, næringu og andlega heilsu. „Það er gríðarlega mikilvægt í mínum huga að fólk á þessum aldri komi saman eins og hér er alls staðar að af landinu. Taki þátt í fjölbreyttum íþróttagreinum og leikjum og ekki síst þó að hittast, gleðjast, spjalla og vera saman. Ég get ekki sagt annað en að þetta sé enn ein birtingar- mynd þess öfluga starfs sem UMFÍ stend- ur fyrir. Hreyfingin er með þessu ekki aðeins að vinna með þeim sem yngri eru heldur líka með þeim eldri. Þetta er fjölbreytt starf og endurspeglar þann metnað að reyna að finna öllum vettvang þar sem fólk getur hist.“ Geir sagði aldrei of seint að byrja að hreyfa sig. Margir þurfa raunverulega alltaf að vera að hreyfa sig og hugsa um hvernig best sé að rækta líkama og sál. „Ég trúi ekki öðru en að þetta mót sé komið til með vera með allan þennan fjölda sem hingað er kominn. Það eru augljóslega margir víða um land sem koma hingað á mótið af þörf og ánægju í því að vera með jafnöldrum sínum,“ sagði Geir Gunnlaugsson landlæknir. Geir Gunnlaugsson landlæknir setti málþing Heilsuvinjar sem bar yfirskriftina Bætt heilsa, betra líf – hvað þarf til? Geir Gunnlaugsson landlæknir: Það er aldrei of seint að byrja að hreyfa sig Landsmót UMFÍ 50+

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.