Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.05.2012, Qupperneq 26

Skinfaxi - 01.05.2012, Qupperneq 26
26 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Ráðstefnan „Ungt fólk og lýðræði“ var haldin á Hvolsvelli dagana 30.–31. mars sl. Um 100 manns víðs vegar að af landinu, á aldrinum 16–25 ára, sóttu ráðstefnuna. Þema ráðstefnunnar að þessu sinni var ungt fólk og fjölmiðlar. Ungmennafélag Íslands, sem stóð að ráðstefnunni, hefur ávallt lagt áherslu á lýðræðislega þátt- töku ungs fólks og vandað hefur verið til dagskrár ráðstefnunnar í hvívetna. Þetta er í þriðja skipti sem þessi ráðstefna er haldin. Ráðstefnan er styrkt af Evrópu unga fólksins sem er íslenska heitið á ung- mennaáætlun Evrópusambandsins, Youth in Action, og er samstarfsverkefni ESB, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og UMFÍ. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, setti ráðstefnuna og forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, ávarpaði síðan þátttakendur. Þátttakendur byrjuðu á að hlusta á kynningu um fjölmiðla, mann- réttindi og hópefli og völdu sér síðan vinnustofur í framhaldi af því. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangár- þings eystra, ávarpar ráðstefnugesti sem voru um eitt hundrað. UNGT FÓLK: Um 100 manns á ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði á Hvolsvelli Verkefnastjóri Æsku- lýðsvettvangsins Ragnheiður Sigurðardóttir hefur hafið störf sem verkefnastjóri Æsku- lýðsvettvangsins. Aðildarfélög Æsku- lýðsvettvangsins eru UMFÍ, KFUM og KFUK, Bandalag íslenskra skáta og Landsbjörg. Verkefni Æskulýðsvett- vangsins er að vinna að sameiginleg- um verkefnum aðildarfélaganna. Ragnheiður er menntaður grunn- skólakennari og íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur ennfremur unnið mikið að sundþjálfun. „Það verður spennandi og gaman að vinna með þennan málaflokk. Verk- efnin eru næg fram undan,“ sagði Ragnheiður Sigurðardóttir. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ávarpar ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði á Hvolsvelli.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.