Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.05.2012, Side 38

Skinfaxi - 01.05.2012, Side 38
38 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Úr hreyfingunni Ársþing UDN var haldið í félagsheimilinu á Staðar- felli á Fellsströnd þann 27. mars sl. Á þinginu voru lögð fram skýrsla og reikningar sambandsins. Niðurstaða reikninga var jákvæð og starfsemi sam- bandsins með hefðbundnu sniði. Forseti þingsins var kjörinn Sveinn Gestsson og stjórnaði hann þinginu af mikilli röggsemi. Mæting þingfulltrúa var þokkaleg og umræður urðu þó nokkrar um þær tillög- ur sem stjórnin lagði fram. Meðal annars var gerð tillaga um breytingu á lottóreglu- gerð UDN og hvatning til eflingar sam- starfs við nágrannasveitarfélögin. Miklar umræður urðu um endurvakið UDN-blað og var UMFÍ þakkað fyrir stuðninginn við endurútgáfu þess. Fram kom að ánægja er með samstarfið sem UDN á við UMSB og HSH í frjálsum íþróttum og eins er ánægja með samstarf- ið við HSS. UDN fékk til afnota nýja félags- aðstöðu á árinu hjá sveitarfélaginu. Félags- aðstaðan er í kjallara félagsheimilisins en sambandið var áður með aðstöðu á Laug- Ársþing Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga: Góðar umræður um tillögur stjórnar á þingi UDN um. UDN tók virkan þátt í verkefnum UMFÍ, s.s. verkefninu Fjölskyldan á fjallið og Ungl- ingalandsmótinu á Egilsstöðum. Fram- kvæmdastjóri er starfandi í 20% starfi og er áhugi fyrir að auka það starfshlutfall. Íþróttamaður UDN var kjörinn Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir glímukona. Stjórn sam- bandsins var endurkjörin og formaður er Finnbogi Harðarson. Gestir UMFÍ á þing- inu voru Helga G. Guðjónsdóttir, formað- ur UMFÍ, og Sæmundur Runólfsson, fram- kvæmdastjóri UMFÍ. „Við munum á næstunni hefja undirbún- ing fyrir starfsemina í sumar í samstarfi við nágranna okkur. Við munum setjast niður og skipuleggja starfið en samstarfið við þá hefur gengið mjög vel,” sagði Finnbogi Harðarson, formaður UDN. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, ávarpar þing UDN. 42. ársþing Ungmennasam- bands Vestur-Skaftafellssýslu, USVS, var haldið 24. mars sl. á Hótel Laka í Landbroti. Þingið var starfsamt og gengu þingstörf vel en um 27 þingfulltrúar sátu þingið að þessu sinni. Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri UMFÍ, sat þingið og sæmdi Kristínu Ásgeirsdóttur starfsmerki UMFÍ en Kristín er formaður hestamannafélagsins Kóps og situr í vara- stjórn USVS. Ragnheiður Högnadóttir var endurkjör- in formaður USVS. Pálmi Kristjánsson og Linda Agnarsdóttir voru sömuleiðis endur- kjörin í stjórn. Þær Petra K. Kristinsdóttir og Þórunn Bjarnadóttir koma nýjar inn í stjórnina. Á þinginu var Þorsteinn Björn Einarsson kjörinn íþróttamaður USVS 2011 en hann Ársþing Ungmennasambands Vestur-Skaftafellssýslu: Kristín Ásgeirsdóttir sæmd starfsmerki UMFÍ Þorsteinn Björn Einarsson, íþróttamaður USVS, og Harpa Rún Jóhannsdóttir, efni- legasti íþróttamaður USVS. Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri UMFÍ, og Kristín Ásgeirsdóttir sem sæmd var starfs- merki UMFÍ. kemur úr röðum Ungmennafélagsins Kötlu. Efnilegasti íþróttamaður USVS var einnig kjörinn við sama tilefni. Var hestakonan Harpa Rún Jóhannsdóttir fyrir valinu en hún er í Hestamannafélaginu Sindra. Velkomin á Unglingalandsmót Selfossi 3.–5. ágúst

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.