Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.2012, Page 41

Skinfaxi - 01.05.2012, Page 41
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 41 LEIGJUM ÚT OG ÞJÓNUSTUM VATNSSALERNI á íþróttamót og hverskyns mannam ót Borgarflöt 15 :: 550 Sauðárkrókur Sími: 891 9181 :: Fax: 453 5778 Netfang: okgam@simnet.is NÝ PR EN T Úr hreyfingunni Ársþing USVH var haldið á Laugarbakka í Miðfirði 29. mars sl. Þrjátíu fulltrúar áttu rétt á setu á þinginu og voru 26 þeirra mættir. Í skýrslu stjórnar mátti lesa um kraftmikið og gott starf sambandsins, m.a. var kafli í skýrslunni um 1. Landsmót 50+ sem haldið var á Hvamms- tanga í júní 2011 og einnig lá frammi á þinginu skýrsla um mótið sem þingfull- trúar gátu skoðað. Reikningar sambands- ins sýna góðan rekstur og fjárhagslega stöðu sambandsins og er uppsetning reikningsins til mikillar fyrirmyndar. Fram kom hjá þingfulltrúum ánægja með hvernig til tókst með framkvæmdina á 1. Landsmóti 50+ og ekki spillti fyrir að mótið skilaði jákvæðri niðurstöðu fjár- hagslega. Gestir frá UMFÍ á þinginu voru þær Helga G. Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, sem færði USVS þakklætisvott frá UMFÍ fyrir að halda fyrsta Landsmót 50+ og Björg Jakobsdóttir, stjórnarmaður UMFÍ. Þær stöllur sæmdu Kristínu Jóhannes- dóttur og Jónínu Sigurðardóttur starfs- Ársþing Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga: Kraftmikið og gott starf hjá USVH Frá vinstri: Björg Jakobsdóttir, stjórnar- maður UMFÍ, Kristín Jóhannesdóttir, Jónína Sigurðardótt- ir og Helga Guðrún Guðjónsdóttir, for- maður UMFÍ. Björg og Helga Guðrún sæmdu Kristínu og Jónínu starfsmerki UMFÍ. merki UMFÍ fyrir ötult starf í þágu ung- mennafélagshreyfingarinnar en þær hafa verið drifkrafturinn í ritnefnd Húna. Nokkrar tillögur voru lagðar fyrir þingið sem hlutu góðar umræður. Litlar breyt- ingar urðu á stjórn og var Guðmundur Haukur Sigurðsson endurkjörinn for- maður.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.