Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2012, Síða 49

Skinfaxi - 01.05.2012, Síða 49
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 49 Úr hreyfingunni Aðalfundur Ungmenna- félags Grindavíkur var hald- inn 14. maí sl. Bjarni Már Svavarsson, formaður félagsins, fór yfir starfið á síðasta ári og sagði frá útgáfu afmælisrits UMFG og ennfremur frá vel heppnaðri gönguferð á fjallið Þorbjörn. Einnig var farið yfir samninga UMFG og Grindavíkurbæjar. Gunnlaugur Hreinsson, gjaldkeri UMFG, fór yfir reikninga sem voru samþykktir. Helgi Gunnarsson, fjármála- stjóri UMFÍ, sat fundinn og flutti ávarp. Á fundinum kom fram að á síðasta ári var ráðinn starfsmaður í aðstöðu UMFG í 25% starf og hefur það gefist afar vel. Þá var tekin ný deild í félagið, skotdeild UMFG. Á síðasta ári var ákveðið að taka alvarlega á tóbaksnotkun í og við íþrótta- mannvirki Grindavíkur í samvinnu við Grindavíkurbæ. Ráðist var í gerð skilta sem eru áberandi við inngang mannvirkj- anna og í búningsklefum. Á haustmán- Aðalfundur Ungmennafélags Grindavíkur: Bjarni Már endurkjörinn formaður Grindavíkur uðum var farið af stað með íþróttaskóla fyrir börn. Bjarni Már Svavarsson var einróma end- urkjörinn formaður félagsins. Í stjórninni sitja, auk hans, Gunnlaugur Hreinsson, Gunnar Jóhannesson, Sigurður Enoksson og Valgerður Jennýjardóttir. Í varastjórn eru Sigurpáll Jóhannsson, Margeir Guð- mundsson og Jóhann Ólafsson. Frá vinstri: Bjarni Már Svavarsson, for- maður Umf. Grinda- víkur, Gunnlaugur Hreinsson, gjald- keri, og Sigurpáll Jóhannsson, fundarstjóri. Mannvit hf. I Grensásvegi 1 I 108 Reykjavík I s: 422 3000 I www.mannvit.is Mannvit leggur áherslu á trausta og faglega ráðgjöf sem byggir á áratuga reynslu og þekkingu. Mannvit vinnur náið með iðnfyrirtækjum, sveitarfélögum, verktökum, tæknifyrirtækjum, fj árfestum, sjávarútvegs-, nýsköpunar- og orkufyrirtækjum. Mannvit er með yfi r 400 starfsmenn sem sinna fj ölbreyttum og krefj andi verkefnum hér á landi og erlendis. Markmið Mannvits er velferð á grunni þekkingar og vísinda en viðhorfum til verkefna og viðskiptavina verður best lýst með gildum fyrirtækisins: Traust, víðsýni, þekking og gleði. Traust, Víðsýni, Þekking og Gleði

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.