Dagrenning - 01.08.1951, Blaðsíða 4
Veíður Persía rússneskt leppríki
innan eins árs?
i.
í júnímánuði 1950, þegar Kóreustyrjöldin
hófst, voru margir, sem héldu að hún væri upp-
haf nýrrar heimsstyrjaldar. Þá birtist í Dag-
renningu grein undir fyrirsögninni: Er Kóreu-
styrjöldin upphaf þriðju heimsstyrjaldarinnar?
Grein þcssi var skrifuð af því tiiefni. í áður-
nefndri Dagrenningargrein segir svo:
„Aiit bendir tii þess að enn líði jafnvel tvö
til þrjú ár þangað til síðasti þáttur núverandi
lieimsstyrjaldar brýst út í stórfelldum átökum
milli Rússa og Bandarikjanna. Kóreustyrjöldin
er einn af mörgum áföngum á þeirri leið, þýð-
ingarmikill á margan hátt, en ef til vill þó
miklu þýðingarmeiri fyrri Bandarikin og Breta
en fyrir Rússa. Líklegt er að Rússar — með að-
stoð zionistaauðvalds Bandaríkjanna — komi
nú á einhvers konar stundarfriði i Kóreu gegn
einhverri verzlun með sæti í Oryggisráðinu eða
annars staðar, því þeirra tími til að hefja
heimsstyrjöld er enn ekki kominn.“ (Dagr.
26. h. bls. 6.)
Sú skoðun, sem þarna kom fram byggðist fyrst
og fremst á spádómsþýðingum Bibliunnar og
Pýramídans mikla, en ekki á neinu pólitísku
raunsæi, því það er raunverulega ekki til, heldur
aðeins getgátur einar þegar best lætur. Það er
hinsvegar rétt að rifja þessi ummæli upp nú,
þar sem svo viröist sem spádómurinn um að
Rússar séu að reyna að koma á stundarfriði
i Kóreu, sé nú að rætast.
Hverjum þeim, sem fylgist af athygli með því,
sem nú er að gerast í heiminum, verður með
hvcrjum degi ljósara sambandið milii þeirra
atburða, sem nú reka hver annan.
Aidrei hefir verið nær því komið, síðan styrj-
öldinni við Þýzkaland lauk 1945, að ný heims-
styrjöld brytist út, en í marzlok nú í vor. Hinn
snjalli hershöfðingi MacArthur hafði með
fullu samþykki herforingjaráðs Bandarikjanna
og fuilri vitund Trumans forseta og annarra
ráðamanna Bandaríkjanna undirbúið stórfelda
árás á Kína, ef ekki yrði fallist á að stöðva
Kóreustríðið. MacArthur bjóst til að framkvæma
þessa áætlun í aprimánuði þrátt fyrir það, að
ýms þeirra ríkja, sem nokkurn her hafa í Kóreu,
svo sem Bretar og flciri, væru því mótfaliin.
Munu þá Bretar hafa lagt að Rússum, að beita
sér fyrir stöðvun Kóreustríðsins enda væri það
eina leiðin til að afstýra nýrri heimsstyrjöld.
A Bretlandi var þvl hafinn sterkur áróður
fyrir því að vikja MacArthur frá herstjóm og
munu Rússar hafa talið það nauðsynlegt til
þess að þeir gætu opinberlega fengið átyllu til
að blanda sér í málið. Jafnaðarmannastjórnin
í Bretlnadi gerðist nú verkfæri í hendi Rússa
og með samböndum sínum við zionistaauðvald
Bandaríkjamanna, sem á mjög rík ítök í utan-
ríkisþjónustu Bandaríkjanna, var um það sam-
ið, að ef Bandaríkin sýndu þann „friðarvilja" í
verki, að víkja MacArthur frá völdum í Japan
og svifta hann herstjórn í Koreu og á Kyrra-
hafi, skyldu Sóvietríkin sjá um að Koreustyrj-
öldin yrði stöðvuð. Þessu var keypt. MacArthur
var settur frá.
Nú var röðin komin að Rússum.
Skömmu siðar hélt Malik, fulltrúi Rússa hjá
Sameinuðu þjóðunum, ræðu, og lýsti því yfir,
að Rússar hefðu verið og væru enn fylgjandi
friði í Koreu. Með þessu voru Rússar að efna
loforðið, sem þeir gáfu þegar MacArthur var
vikið frá. Allir vita hvernig friðarumleitanirnar
ganga í Koreu. Margar vikur eru liðnar, og
hvorki gengur né rekur þar, ekki eru enn komn-
ir á neinir samningar um vopnahlé hvað þá
varnalegan frið. Marshall, Iandvarnarráðherra
Bandaríkjanna, telur að þess sé fyrst að vænta
í september, að öruggt vopnahlé verði komið á
í Koreu. Það er greinilegt nú eins og fyrr, að
hér hafa Rússar leikið á andstæðinga sína, þvi
raunverulega vinnst ekkert við þessa svokölluðu
friðarsamninga í Koreu. Kina ógnar eftir sem
áður öllum friði í Asíu, og útþensla þess mikla
ríkis er aðeins á byrjunarstígi enn og verður
2 DAGRENNING