Dagrenning - 01.08.1951, Page 5

Dagrenning - 01.08.1951, Page 5
það mál rætt síðar. Rússar hafa unnið það á að kljúfa Bandarikjaþjóðina í tvær andstæð- ar fylkingar í utanríkismálum með brottvíkingu Mac Arthurs, og það, sem þeim er þó mikils- verðast, — þeir hafa losnað við einn hættuleg- asta hershöfðingja Bandaríkjanna af þeim slóðum sem þeim voru óþægiiega nálægar, en Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki uppskorið ann- að en eina blekkinguna enn. II. Jafnaðarmannastjórninni á Bretlandi, sem nú orðið fylgir alveg óskiljanlegri línu í utan- ríkispólitík sinni og aðstoðaði við að koma Mac Arthur frá, launuðu Rússar með einhverju mesta óþokkabragði, sem hægt var að beita alþýðu- stjórn. Er hér átt við olíudeiluna í Persíu, en eins og allir vita eru Rússar potturinn og pann- an í því æfintýri. Olíudeilan í Persíu er allt í senn: hlægi- leg, sorgleg og stórhættuleg vestrænum þjóðum. Jafnaðarmannastjórnin á Bretlandi hefir síðan hún komst til valda verið ötul við þjóð- nýtingu heima á Bretlandi. Hún hefir m. a. þjóðnýtt flest öll samgöngutæki, kolanámurnar og stáliðnaðinn svo hið helsta sé nefnt. Hefir hún talið þetta sjálfsagt og borið fyrir sig „al- menningshag" þegar hún hefir verið að taka eignir manna og ógilda samninga. En því óvið- búnari var hún þegar umkomulítii og fáráð stjóm í Persíu lætur sér detta I hug — auð- vitað eftir ábendingu frá Rússum nágrönnum sínum — að ekki væri úr vegi að fara að dæmi jafnaðarmannastjórnarinnar í Bretlandi og „þjóðnýta“ olíunámurnar og olíuiðnaðinn í Persíu. Verður hún þá ráðþrota um stund en snýst svo öndverð gegn slíku ódæði að rjúfa samninga með þjóðnýtingarlögum, og krefst þess að Persar hverfi frá fyrirhuguðum þjóð- nýtingar framkvæmdum sínum, en hótar þeim öllu illu ef af framkvæmdinni verði. Persar þóttust eiga hauk í horni þar sem Rússar voru og skákuðu mjög í því skjóli í öllum svörum sínum til brezku stjórnarinnar. Til þess að auðvelda aðstöðu sína létu Rúss- ar myrða tvo heistu stjórnmálaieiðtoga Persa, sem vildu koma á sættum við Breta og taka upp nýja samninga um olíuvandamálið allt I heild. Eeigumorðingjar eru verkfæri sem „Samkund- an“ notar þegar önnur ráð duga ekki, og er því þá jafnan Iogið að um trúarofstæki sé að ræða þegar slík morð eru framin. Leigumorð- ingjar eru sérstök deild, sem kommúnistaflokkar allra landa haida uppi og þjálfa á svipaðan hátt og þeir þjálfa menn til hverskonar ann- arar skemmdarverkastarfsemi og glæpamennsku. Þegar jafnaðarmannastjórnin breska sá, að hér var á ferðinni ákveðnasta tilraunin, sem enn hafði verið gerð til þess að eyðileggja að- stöðu Breta í Iöndunum fyrir botni Miðjarðar- hafs, tókst að brýna hana til þess að senda nokkurt herlið á vettvang til þess að taka olíu- svæðin í Persíu, þar sem Bretar eiga mestra hagsmuna að gæta, ef framkvæma átti „þjóð- nýtinguna" I Persiu. Rússar létu ekki biða að notfæra sér þessa deilu. Þeir fluttu mikið lið að norðurlandamærum Irans (Persíu) og voru þess albúnir að ráðast inn í Iran og taka norður- hluta landsins, ef Bretar tækju suðurhlutann. Sameinuðu þjóðirnar þögðu og létu sig málið engu skipta og sést best af því hið algjöra þýð- ingarleysi þeirrar stofnunar þegar hætta er á ferðum. Hér lá við borð að tveir aðai „vemdar- ar friðarins" í heiminum, virðulegir meðlimir „Hinna sameinuðu þjóða“, missæju sig á smá- ríki, sem er svo óhamingjusamt að olíulindir eru innan vébanda þess. Og nú voru góð ráð dýr. Hér varð að gripa til „róttækra ráðstaf- ana“ og það þegar i stað. Og það var líka gert. Bandaríkin gripu inn í deiluna. Truman Bandaríkjaforseti sendi „sérlegan sendiboða" sinn, Harriman, til Persiu til þess að miðla mál- um og koma á sættum í olíudeilunni. Sterkur grunur Ieikur á því — og orðrómur hefir hvað eftir annað gosið upp um það, að fésterk ame- risk olíufélög standi að baki Persastjórnar í þessari olíudeilu og er þá ekki að efa, að þar eru að verki fjármálafyrirtæki í Bandarikjunum, sem náið samstarf hafa við Rússa, — fjármáia- fyrirtæki zíonistaauðvaldsins. — En hvort sem nokkur sannleikur er í því eða ekki, þá er hitt þó raunveruleiki, að hinn sérlegi sendimaður Trumans forseta — Averill Harriman — fór með skyndingu mikilli til Persíu til þess að reyna að koma þar á sættum, og forða Sameinuðu þjóðun- um frá þeirri vanvirðu, að tveir af „verndurum smárikjanna og friðarins" I heiminum — Bretar og Rússar — skiptu á milli sín einu olíuauðug- DAGRENNING 3

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.