Dagrenning - 01.08.1951, Page 11

Dagrenning - 01.08.1951, Page 11
en hér oss, og í flestum eða öllum öðr- um þingræðisríkjum, skipar pólitískur ráð- herra dómara — einnig dómara Hæstaréttar. Þeir eru að vísu ekki skipaðir til vissra ára, heldur til ákveðins aldurs, ef þeirn endist líf og þeir brjóta ekki af sér í embætti. En þingið hefur ávallt opna leið til afskipta af dóms- valdinu, ef það vill, þar sem er möguieikinn á því að breyta dómaskipaninni með eintöld- um iögum. Meðan svo er má segja, að þingið geti hvenær sem er sett á stofn nýja dóm- stóla, enda er það ekki óþekkt, að til slíks sé gripið, eða þá að breyta tölu dómenda í Hæstarétti. Ég hefi dregið þessa mynd upp fyrir yður, til þess að sýna hve lítill munur er raunveru- lega orðin á flokkaþingræði og flokksein- ræði og þó er hann raunar enn minni ef dýpra er grafið. Nú veit ég að þér munið segja: Aðal- munur þingræðis og einræðis liggur ekki í þessu formi heldur í því, að í þingræðislandi eru frjálsar kosningar og frjáls flokkaskipting, en í einræðisríkinu er aðeins einn flokkur leyfður og kosningar þar því aðeins gerfi- kosningar. Þetta er ekki rétt nema að nokkru leyti. Það er rétt, að í einræðisríkinu er þetta svo, en sú þróun verður sífellt greinilegri í þingræðislöndunum, að þingflokkarnir verða stéttaflokkar. Hinar stóru þjóðfélagsstéttir safnast undir ákveðin flokksmerki og loks kernur þar, að tveir eða fleiri þessara stétta- flokka taka höndum saman og afnerna rétt- indi annarra þjóðfélagsstétta, en þeir eru fulltrúar fyrir — og þar með er flokkaskipt- ing þingræðisins úr sögunni. Þetta gerðist í ekki ómerkara landi en Tékkóslóvakíu og með samþykki ekki ómerk- ari stjórnmálamanna en Benesar og Masa- iyks. Það er ekki nauðsynlegt að öll réttindi minni hlutans séu afnumin þegar í stað. Nægilegt er að breyta kosningalögum sér í hag eða „tryggja sér‘ ákveðinn stuðning á einhvem hátt, og svo kemur breytingin nokk- uð af sjálfu sér. Samkvæmt því, sem ég nú hef sagt, er greinilegt, að þingræðið stefnir hröðum skref- um að því, að umbreyta sjálfu sér í einræði. Þessu til stuðninga mætti nefna margt fleira, en ég læt þetta nægja að sinni. •k Vér skulurn þá líta á það stjórnarform, sem ég hef leyft mér að nefna þjóðræði, og sem er þekktast frá Bandaríkjunum. í 1. gr. í stjórnarskrá Bandarikjanna segir: „allt löggjafarvald, sem með þessari stjórnar- skrá er veitt, er í höndum þings Bandaríkj- anna.“ í sörnu grein segir að þinginu sé heimilt „að setja á stofn dómstóh, lægri en Hæstarétt.“ Með öðrum orðum. Það er skýrt tekið fram, að þingið getur ekki tekið æðsta dómsvald þjóðarinnar í sínar hendur, né breytt skipan Hæstaréttar. í 2. gr'. stjórnarskrár Bandaríkjanna segir, að framkvæmdarvaldið skuli vera í höndum forseta, sem kosin sé til fjögurra ára af þar til völdum kjörmönnum. Það er sérstaklega tekið fram, að þingmenn beggja þingdeilda og embættismenn ríkisins, megi ekki velja fyrir kjörmenn. Með þessurn hætti er alveg skilið á milli framkvæmdarvalds og löggjafarvalds. Dóms- valdinu er fyrir kornið á þann veg, að forset- inn skipar hæstaréttardómarana „að ráði og samþykki senatsins". Verður því efrideild þingsins og forsetinn að koma sér saman um skipun í þessi þýðingarmiklu embætti, og er það ein mikilvægasta samvinna löggjafar og framkvæmdarvaldsins. Hver sæmilega skynsamur maður sér strax að á þessu fyrirkomulagi er mikill' munur og því, er ég áður hefi lýst. Hér er stefnt að sem fyllstri aðgreiningu þjóðfélagsvaldsins í þeim augljósa tilgangi að trvggja sem best rétt borgaranna. Þeir menn, sem settu Banda- DAGRENNING 9

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.