Dagrenning - 01.08.1951, Blaðsíða 14
Hreppsnefndir og bæjarstjórnir fara sömu
leiðina og sýslunefndirnar, verða gagns- og
þýðingarlausar áður en langt urn líður, en
Alþingi og ríkisstjórn þess taka við þeirra
störfum. Þetta er eitt af sjúkdómseinkenn-
um þjóðfélagsins og ljóst merki um að hér
stefnir í einræðisátt.
Til þess að snúa þessari þróun við verður
að rnynda stærri heildir, sem hafa fjárhags-
legt og menningarlegt bolmagn til að standa
á eigin fótum. Persónulega er ég reiðubúinn
að leggja frarn ákveðnar tillögur urn þessi
mál, því ég hefi nú í rneira en áratug fengist
við þessi málefni og gert mér alveg fvllilega
grein fyrir þróun þeirra. Fjöldi annara sveit-
arstjórnarmanna eru einnig á svipaðri skoð-
un, en allar tilraunir til umbóta hafa til þessa
strandað á stefnu stjórnmálaflokkanna, sem
allir virðast sammála urn, að halda fast við
þá stefnu, að leggja allt vald í þessu landi í
hendur Alþingis. Verði þeirri stefnu fylgt
áfram og ekkert til þess gert að skapa sveitar-
félögunum meira sjálfstæði, en þau nú hafa,
og skipa málum þeirra skynsamlegar en nú
er gert, mun ekki langt um líða þar til þau
verða flestöll orðin handbendi ríkisins á ein-
hvem hátt. Krafa sveitarfélaganna um betri
skipan á þessurn málum hefir nú verið uppi
í nær áratug, en Alþingi hefir daufheyrst við
öllum umbótum í því efni og ekki einu
sinni, skipað nefnd í rnálið, sem þó er all-
algeng aðferð til þess að losna á þægilegan
hátt við óþægilegt viðfangsefni. Ég tel því
að taka beri til athugunar hvort ekki sé rétt
að skipta landinu í fjórðunga eða fylki, sem
hafi allmikla sjálfstjórn og fjárráð og skipi
málum að rniklu leyti hvert hjá sér, undir
eftirliti og yfirstjórn Alþingis og ríkisstjórn-
ar. Jafnframt yrðu fylkin eða fjórðungarnir
svo grundvöllur fyrir skipun efrideildar þings-
ins, alveg án tillits til fólksfjölda, eins og á
sér stað í Sviss og Bandaríkjunum.
Fimrnta og síðasta atriðið er svo sú sjálf-
sagða krafa, að hin nýja stjórnarskrá verði
lögtekin á sérstöku stjómlagaþingi og stað-
fest með þjóðaratkvæði.
*
Þjóðinni var heitið því 1944, að henni
skyldi sett ný stjórnarskrá og til hennar skvldi
vandað, og því hafa allir landsmenn litið
svo á, að stjórnarskráin frá 1944 væri aðeins
til bráðabirgða.
Nú eru 7 ár í sumar síðan þetta var. Hvort
það er nægur bráðabirgðatími eða ekki skal
ég láta ósagt, en það er víst, að allar tilraunir
til þess að taka stjórnarskrármálið föstum
tökum hafa til þessa farið út um þúfur.
Ég átti um tíma sæti í einni þeirri stjórn-
arskrárnefnda, sem skipuð hefir verið. Þar
varð ekki samkomulag um neina breytingu.
Fáir virtust þar gera sér grein fyrir aðalatrið-
um málsins og togstreitan vera helst um það,
að láta ekki ganga á stundarhagsnruni þeirra
flokka, sem fulltrúarnir í nefndinni voru
frá. Þessi nefnd leystist þannig upp, að
nefndarmenn ýmist dóu eða urðu sjúkir, að
tveirn eða þrem undanteknum, og loks varð
það eitt fj'rsta verk nýmyndaðrar ríkisstjóm-
ar (1947) að leggja nefndina niður og setja
aðra í hennar stað.
Meðferð þessa máls frá 1944 og allt til
þessa sýnir algert áhugaleysi Alþingis og
stjórnmálaflokkanna fyrir stjórnarskrármá!-
inu. Og ástæðan fyrir þessu óhugnanlega
áhugaleysi er næsta augljós. Hún er sú, að
enginn núverandi stjórnmálaflokka vill gagn-
gerða endurskoðun stjórnarskrárinnar. Eng-
inn þeirra vill hverfa frá þingræðinu og taka
upp aJgera þrískiptingu á þjóðfélagsvaldinu,
en það er eina leiðin til þess að koma hér
á starfhæfu stjómskipulagi, og verjast því, að
einræði verði ríkjandi stjómarform hér. Allt
annað er kák.
Af þessum orsökum er það sem tillögur
allar, sem fram koma, snúast um endurbæt-
12 DAGRENN I NG