Dagrenning - 01.08.1951, Page 18

Dagrenning - 01.08.1951, Page 18
ÁSGEIR MAGNÚSSON: Stjörnustöðin á Palomarfjalli og viSfangs- efni stjarnfræðinga. Svo sem heiti þessarar greinar ber nieð sér, er markmið hennar í fyrsta lagi það, að kvnna lesend- um Dagrennnigar þessa mestu stjörnustöð veraldar, og verður í því sambandi lýst stuttlega fácinum ágætum myndum, úr hópi margra, sem stöðin hefir þegar birt. í öðru lagi verður drepið á viðfangsefni stjamfræðinga og annara, sem vinna úr stjarnfræði- legum efnum fyrr og síðar, og verður í því sam- bandi vikið að nokkrum atriðum, stjarnfræðilegs efnis, sem hvað helzt vekja athygli leikmanna. I. Stjöinustöðin á Palomarf/aíJi er ýmist kennd við Palomarfjall, eins og hér er gert, eða við HaJe, sem var aðalhvatmaður að stofnun liennar. Georgy Eíery Haíe vann sér heimsfrægð um síðustu aldamót fyrir umbætur á ljós- myndatökum af sólunni, og vegna frægðar sinnar tókst honum að vekja áliuga Carnegie- stofnunarinnar í Wasliington fyrir því, að reist yrði á Wilsonsfjalli — sem einnig er í Kaliforníu — stjömustöð með stjömuskugg- sjá, sem er 2V2 metri í þvermál. Sú stöð tók langt fram þeim stjömustöðvum, sem fv'rir voru í heiminum, og hún hefir nú starfað um aldarfjórðungsskeið og aukið geysilega þekkingu manna á tilverunni. En jafnskjótt og sú stöð var fullger setti Hale markið enn liærra. Hann leiddi rök að því að takast mætti í einu stökki að smíða tvöfalt stærri sjónauka, 5 rnetra í þvermál, og myndi hann draga tvöfalt lengra út í rúmið en sjónaukinn á Wilsonsfjalli. Að vísu myndu ýmis tæki, sem þyrfti að hreyfa í slíkri stöð, verða geysiþung — jafnvel hundruð smá- lesta — en þó ekki þyngri en sum þau stór- bákn, sem þarf að hreyfa í nýtízku brúm eða herskipum vorrar aldar. Smámsaman hefir þessi hugmynd breyzt í veruleika. Stofnun sem nefnist Alþjóða- uppeldismálaráðið — The Intemational Edu- cation Board — gaf, árið 1928, 6 milljónir dala til stöðvarinnar, og þá var hafizt handa um smíðina. Næstu 20 árin hélt svo verkið 16 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.