Dagrenning - 01.08.1951, Page 19
Skuggsjáin mikla á Palomaiíjalli í smíðum. — Bakhlið.
áfram með nokkrum töfum. Þá var smíðinni
lokið, en næstu missiri á eftir voru reynslu-
tími hinna flóknu véla og tækja. — Dýrasta
og mesta völundarsmíð þessarar stöðvar er
skuggsjáin, sem áður getur. Hún var 7 ár í
smíðum — þar af fóru 2 ár í kælinguna eina
saman. — Sá hluti alheimsins, sem kannaður
verður í þessurn nýja sjónauka, er áttfalt
stæni en heimur sjónaukans á Wilsonsfjalli,
þ. e. allt tvöfaldast: dýpt og lengd og beidd
og 2 X 2 X 2 = 8.
Báðar þessar mestu stjörnustöðvar verald-
ar hafa verið settar niður á fjöll í Kaliforníu,
vegna þess að þar er gufuhvolfið afarhreint
og gagnsætt, þokur sjaldgæfar og veðrátta
mild, ef miðað er við hæð yfir sjó. Fáir eða
engir staðir á norðurhveli jarðar henta betur
stjörnustöð en þessi fjöll.
DAGRENNING 17