Dagrenning - 01.08.1951, Side 23
2/7 mm í þvremál og hálft þvermál
hans eða geisli — öðru nafni radíus
— aðeins x/7 mm.
OB. Þessi geisli táknar þá radíus í kúlu sem
ljósmyndavélin á Palomarfjalli getur
kannað — þ. e. um 350000000 ljósár.
OC. En þessi geisli táknar þá radíus í kúlu,
sem sjónaukinn á Wilsonsfjalli, 2V2
metri í þvennál, nær að kanna — þ. e.
um 500 000 000 Ijósár.
OD. Þessi lengsti geisli táknar loks radíus
í þeirri kúlu í alheimsrúminu, sem
sjónaukinn mikli á Palomarfjalli mun
geta kannað. Radíus þeirrar kúlu er
um 1 000 000 000 Ijósár. í námunda
við hugsað yfirborð þeirrar geysistóru
kúlu eru Vetrarbrautarkerfin mnnin
saman, fyrir sjónaukanum, í örlitla grá-
hvíta hnökra. Enn utar verða þau ósýni-
leg með öllu, fjarlægðar vegna.
Kúlulögun hinna sýnilegu hluta alheims-
ins er þó ekki svo fullkomin sem hér er skýrt,
vegna þess að jafnvel sterkustu sjónaukar sjá
tiltölulega skammt út eftir miðfleti Vetrar-
brautar — en hún umlykur oss eins og grá-
hvít slæða hringinn í kring á himinhvolfinu
— svo og vegna þess, að sjónaukarnir í Kali-
fomíu geta ekki kannað þann hluta suður-
himins, sem er undir sjóndeildarhring eða
mjög lágt í suðurátt. Til þess að fullkomna
það, sem þar vantar á kúlumar, þyrfti aðrar
samskonar stöðvar á suðurhveli jarðar.
Myndirnar á bls. 18 og 19 eru teknar á þriðja
eða fjörða tug þessarar aldar í W'ilsonsstöðinni í
Kaliforníu. Myndirnar njóta sín ekki vel vegna þess
að ekki voru við hendina góðar frummyndir, neina
Messier 51. Myndir þessar eru sýndar hér — eink-
um þó Messier 51 — til samanburðar við lrinar nýju
myndir frá Palomarstöðinni.
II.
Þessar stuttu skýringar, urn langdrægi
sjónaukanna á Palomarfjalli, verða að nægja.
En nú verða kynntar fáeinar myndir, við-
fangsefni voru til skýringar. Tvær hinar fyrstu
eru sögulegs efnis en hinar frá himingeimn-
urn — og þær stórbrotnustu frá Palomarstöð-
inni. Þær sýna dásemdir sköpunarverksins í
fjarlægum djúpum himingeimsins.
Stjarnfræðin er elzta vísindagrein mann-
kynsins. Hún er upprunnin hjá forfeðrum
Abrahams — langt aftur í ættir — á sléttun-
DAGRENN I NG 21