Dagrenning - 01.08.1951, Síða 24
um miklu við Efrat og Tígris. Og allar líkur
benda til þess, að þaðan hafi hún borizt eigi
aðeins til Vesturlanda, heldur einnig til
Indlands og Kína. — Hér í þessari stuttu
grein eru engin skilyrði til þess að rekja sögu
þessara vísinda, en til nokkurs skilningsauka
eru birtar liér og skýrðar tvær myndir, er
sýna ótvírætt skyldleika með fornum hug-
myndum, austrænna og vestrænna þjóða, um
stöðu jarðar og mannkynsins í tilverunni.
Myndin á bls. 21 er hugmynd Kaldea
um heiminn. Á myndinni miðri rísa Ararats-
fjöll upp af stöllóttu meginlandinu, en um-
hverfis það liggur útsærinn. í baksýn eru
ókleif fjöll og á þeim hvílir festingin, stjörn-
um sett. Líkindi eru til þess að goðheim-
kynni hafi í fyrstu verið hugsuð á hásléttu
þessa fjallahrings, en að síðar hafi skapazt
hugmynd um goðaheimkynni á himnum
uppi. Beggja vegna á myndinni sézt inn í
opin göng, og átti sólin að hverfa inn í þau
í vestri að kveldi og koma út úr þeim í austri
að morgni dags. Undir jörðu var níðdimmt
hellisgímald. Það hét Sheol á tungu Hebrea,
og þar lifðu dauðir menn skuggalífi, en ekki
var þar neinn kvalastaður. Hugmyndin er í
heild sinni veigamikil skýring á tilverunni,
þegar tillit er tekið til þeirra aðstæðna, sem
þessi foma þjóð hafði til þess að afla sér
þekkingar. — Hugmyndir vestrænna þjóða
um tilveruna voru nátengdar hugmyndum
þessurn fram í lok miðalda — og jafnvel fram-
undir vora daga — og þær virðast hafa borizt
til vor tvæi leiðir. Þær af þeim, sem vísinda-
menn fyrri alda settu í búning, bárust hina
vestri leið — frá þjóðunum við Miðjarðar-
haf til ýmissa þjóða hér í álfu — og ferill
þeirra er auðrakinn. En sumt í þessu heims-
kerfi minnir svo á hugmyndir Ásatrúanuanna
um tilveruna, að vart er urn að villast, að
þar sé náinn skyldleiki. Má þar benda á
Niílheim — verustað sóttdauðra manna. Sá
heimur á lítt eða ekki skylt við vansælustað
kristinna rnanna, en hann virðist nátengdur
Sheol Forn-Semíta. Engar bækur fluttu hug-
myndir um þann heim hingað til Norður-
landa, og þá er vart önnur leið til en hin
eystri leið, með farandþjóðum, inn í álfuna
— þ. e. inn í Suður-Rússland og þaðan út á
meðal þjóða í norðvestanverðri álfunni. Sam-
ber einnig næstu mynd.
Myndin hér á undan er íornindversk
táknmynd af heiminum, og hún er
harla merkilegt sönnunargagn fyrir mál-
stað vorn. Himininn er musterishvelf-
ing, sem hefur sig upp yfir jörðuna.
En jörðu og hirninn bera fílar, og allt þetta
ber risavaxin skjaldbaka. Um fætur hennar
vefst höggormur, sem slöngvast yfir tákn-
mvndina alla og bítur í sporð sér. Þessi mvnd
á lítið skylt við tilveruna, eins og hún lítur
út í augum nútíðarmanna, en hún er gevsi-
listræn. Og hún rninnir, svo að ekki verður
um villzt, á Miðgarðsorm í norrænni goðatrú
— en urn Miðgarðsorm segir Gylfaginning
m. a. að hann „lifi enn og liggi í umsjá.“
22 DAGRENNING