Dagrenning - 01.08.1951, Síða 28

Dagrenning - 01.08.1951, Síða 28
þær fast samtengdar af aðdráttaraflinu, vegna þyngdar sinnar. Þessi Vetrarbrauta-samstæða er í svo sem 3 000 000 ljósára fjarlægð og sýnileg í litlum sjónauka. Hennar er að leita undir Stóra vagninum — þ. e. hún er fjær Norðurstjörnunni en Stóri vagninn en í sömu átt frá henni að stefna. Þessa sveipþoku fann Lord llosse árið 1845, og réttilega gat hann þess til, að hún myndi vera stjörnuhvirfing utan Vetrarbrautar vorrar, en engin tiltök voru að færa sönnur á það á þeirri tíð. Myndin á bls. 27 sýnir fegurstu sveipþoku sem til er í námunda við Vetrarbrautina, en lengra úti í rúminu eru fjölmargar henni líkar. Hún er skrásett Messier 104 en hefir ekki sérstakt nafn. Lögun hennar er í senn aíaifuUkomin og afarfögur. Forn-Grikkir töldu kúluna hafa fullkomnustu lögun sem liugazt getur, en nútíðarmenn munu telja eJiípsóíðuna þá fegurstu. Það mun sanni næst að telja þessa svipþoku samsteypu af kúlu og ellipsóíðu og veldur því togstreita afls og við- náms um þúsundir áramilljóna. Allt bendir til þess að þróun þvílíkra kerfa sé rnjög langt fram kornin, og því verður ekki annað séð en að fullkonmun og fegurð séu eigindir al- heimsins —þ. e. að sköpunarverkið sækir fram til allra mestu fullkonmunar og allra rnestu fegurðar. — Sveipþokan snýr röndinni því sem næst að oss og utanurn hana miðja er afargisið þokubelti. Þessi sveipþoka snýst um þungamiðju sína á tiltölulega skömmum tíma — þ. e. á 25 000 000 ára. Fjarlægð henn- ar frá Vetrarbraut vorri skiftir nokkrum milljónum ljósára, og hraði hennar brott frá oss virðist vera um 1200 km á sek. — Mestur hraði, sem nú er vitað að stjamþoka hafi, brott frá oss, er um 60 000 km á sek. — þ. e. um 20% af hraða ljóssins — og er hún geysi- fjarlæg. Hraði Vetrarbrautanna, brott frá oss, vex því meira sem utar dregur í rúmið og að sarna skapi roðna þær og dökkna. Nái stjam- þokurnar sjálfum ljóshraðanum — 300 000 km á sek,- nrunu þær hætta að sjást,og á þann hátt fengi hinn sýnilegi alheimur takmörk, sem ekki yrðu yfirstigin með neinni tækni. — Lesandinn beri nú þetta saman við reynzlu sína og þekkingu á breytingu hljóðsins, ef hljóðgjafinn fjarlægist, og þá verður þetta ekki torskilið. Ef hugsazt gæti að hraðinn ykist enn, hyrfi stjarnþokan með öllu brott úr tilveru vorri — en væri vissulega til eftir sem áður. Stjarnþokan hyrfi vegna hraðans en ekki vegna fjarlægðarinnar einnar sarnan — þó að saman fari hraði og fjarlægð. Og hún ætti sér enn stað í tilverunni sjálfri, en ekki vorri tilveru, því að engin boð gætu borist frá lienni til vor — engin ráð væru til að skynja hana. III. Fræðibækur segja að það sé hlutverk stjömufræðinnar að staðsetja efnið í rúm- inu. Það er nú svo, og það er mikið vanda- verk, því að í rúrninu er allt á ferð og flugi og ekkert fer þar beina línu. Afstöðubreyt- inga gætir þó eigi að neinu ráði utan sólkerfis vors og valda því fjarlægðir. — Það er öllum kunnugt að stjörnufræðin annast tímatal þjóðanna — þ. e. hún segir fyrir tunglkomur og tunglfyllingar, flóð og fjöru, sólhvörf og jafndægur, myrkva á sólu og tungli og stöðu plánetanna á hverjum tíma. Hins vegar veit stjömufræðin — þ. e. astrónómían — ekki neitt um það, hver áhrif þær kunni að hafa á stjórnarfar þjóðanna, ástasambönd kynj- anna, urg og ríg milli leikara, venju frernur, og því um líkt. Stjömuspekin — þ. e. astró- lógían — telur sig sjá þessháttar fyrir en slær þó jafnan vamagla.Stjörnufræðin er landmæl- ingamönnum og sjófarendum til ómetanlegs gagns og hún sér á sínurn sviðum með undra- verðri nákvæmni það sem var og er og verður — langt aftur í tímann og langt fram í tím- ann og slær engan vamagla. En þessu erum 26 dagrenning

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.