Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2015, Blaðsíða 6

Ægir - 01.01.2015, Blaðsíða 6
6 Framþróun í atvinnugreinum á Íslandi virðist oft verða í miklum stökk- um og væri stundum nær að tala um byltingar en þróunarferli. Þetta á ekki bara við um sjávarútveginn heldur í raun flestar atvinnugreinar og mætti kannski leita uppruna þessa í hugarheimi landsmanna. Það er ekki langt um liðið síðan við vorum með mjög einfalt og frumstætt atvinnulíf og húsakosturinn ekki upp á marga fiska. Framfarirnar á stuttum tíma hafa því orðið mjög miklar. Hér mætti nefna róbótavæð- inguna í mjólkurframleiðslu sem dæmi, frystihúsin og síðan frystitog- aravæðinguna í sjávarútvegi, hraða þróun frá frystingu sjávarafurða yfir í útflutning ferskra afurða og þannig mætti áfram telja. Freistandi er í þessu samhengi líka að nefna bankaútrásina miklu og mörg stór orð sem látin voru falla um hæfni Íslendinga á þeim sviðum. Líkast til er þó að bera í bakkafullan lækinn að rifja þann kafla upp þó vissulega hafi líka eitt og annað gott verið gert á því sviði líka og skýringa á hruni bankanna á sínum tíma að finna í mörgum þáttum. Í þessu tölublaði Ægis er fjallað um nýbreyttan togara FISK Sea- food úr frystitogara í ferskfisktogara. Hugtakið ísfisktogari á að vísu ekki við um skipið eftir breytingar því um borð er enginn ís og fiskur- inn er kældur á annan hátt. Í kjölfar áðurnefndrar breytingar úr sjó- frystingu yfir í landvinnslu er stóraukin áhersla á að bæta meðferð afla fyrir landvinnsluna, því rannsóknir sýna að meðferðin og kælingarferl- ið um borð í skipunum strax að lokinni slægingu hefur mikil áhrif á gæði fisksins í vinnslunni og þar með gæði afurðanna. Þegar framleitt er fyrir útflutning ferskra afurða skiptir miklu að tryggja lengri tíma fyrir afurðirnar í hámarksgæðum, bæði fyrir svokallað hillulíf í verslun- um erlendis, flutningsferlana og fleira. Það er sannarlega mikil bylting að ekki þurfi að nota ís til kælingar, líkt og kerfi Skagans hf. og 3X Technology í togaranum Málmey SK á Sauðárkróki gengur út á. Það eitt og sér er þó ekki eina breytingin heldur í raun vinnsluferillinn þar sem aflinn er kældur jöfnum skrefum niður í mínus eina gráðu áður en hann fer í lest skipsins. Þessi fyrirtæki og samstarfsaðilar þeirra hafa sannað með tæknibúnaði og lausnum í uppsjávarvinnslum hérlendis og erlendis að ná má langt í tæknivæð- ingunni, auka sjálfvirni og auka um leið bæði gæði og afköst. Enda bendir Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans og 3X Techno- logy, á það atriði í viðtali hér í blaðinu að fyrirtæki sem bæði starfi í bolfiskvinnslu og vinnslu á uppsjávarfiski sjái verulegan mun á saman- burðinum í framþróuninni. Þessi fyrirtæki og nokkur önnur hafa keppst við að koma fram með tækninýjungar í bolfiskvinnslunni allra síðustu ár, líkt og glögglega mátti sjá á Íslensku sjávarútvegssýningunni sl. haust. Fiskur er nú hlut- aður af mikilli nákvæmni með vatnsskurði, sjálfvirkni er í pökkun og margt fleira er að ryðja sér rúms. Ástæða er til að binda miklar vonir við að með nýjum ferksfiskskipum sem eru í smíðum náist mikil framþróun og líkast til verður þess vart langt að bíða að framkvæmdir við ný landvinnsluhús fyrir bolfisk hefjist hér á landi. Ný skip HB Granda verða þannig búin að mannshöndin kemur hvergi nærri lestarvinnu og það eitt og sér er byltingarkennd nýjung. Í áðurnefndu viðtali segist Ingólfur Árnason sjá fyrir sér að bylta megi landvinnslunni þannig að snyrting á fiskflökum með mannshöndinni verði að mestu úr sögunni í framtíðinni og þannig mætti áfram telja. Bolfiskvinnslan er og verður burðarás í sjávarútvegi á Íslandi. Framþróun á því sviði mun því hafa mikil áhrif og vonandi skila nýju framfaraskeiði. Jóhann Ólafur Halldórsson skrifar Ný tækni - nýtt framfaraskeið Út gef andi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Rit stjórn: Athygli ehf. Hafnarstræti 82, Ak ur eyri. Rit stjór i: Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.) Sími 515-5220. GSM 899-9865. Net fang: johann@athygli.is Aug lýs ing ar: Augljós miðlun. Sími 515-5206. GSM 898-8022. Net fang: inga@athygli.is Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Hönnun & umbrot: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Sími 515-5200. Á skrift: Hálfsársáskrift að Ægi kostar 5500 kr. Áskriftar símar 515-5200 & 515-5205 ÆG IR kem ur út 11 sinn um á ári. Eft ir prent un og ívitn un er heim il, sé heim ild ar get ið. R itstjórn a rp istilll Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100 www.danfoss.is Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.