Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2015, Blaðsíða 11

Ægir - 01.01.2015, Blaðsíða 11
11 röskum sex prósentustigum lægra hlutfall en var árið 2013. Með öðrum orðum jókst dreif- ing botnfiskaflans á hafnir landsins milli ára. Hlutur höfuðborgarsvæðis- ins í botnsfiskaflanum í heild hefur minnkað. Hann var í fyrra 23,6% en 31% árið 2010. Horft til sama tímabils nemur sam- drátturinn í magni 43.700 tonn- um og þar af nam hann 27 þús- und tonnum í Hafnarfirði 2010- 2014. Hlutur Norðurlands eystra í lönduðum botnfiski hefur á umræddu árabili aukist úr 11,4% í 16,9 og farið á Vest- fjörðum úr 8,3% í 11,1%. Milli áranna 2013 og 2014 varð mesta aukningin í lönduð- um botnfiskafla á Suðurlandi, þ.e. úr um 43.300 tonnum í rúmlega 47 þúsund tonn. Að baki þessum tölum eru annars vegar Vestmannaeyjahöfn þar sem landaður botnfiskafli jókst um 587 tonn og hins vegar Þor- lákshöfn með 3.200 tonna aukningu, eða sem nemur 30% milli ára. Líkt og áður segir skil- ar það Þorlákshöfn upp um sex sæti á lista yfir löndunarhafnir bolfisks. Samdrátturinn var á hinn bóginn sýnilegastur á Norður- landi vestra milli ára, eða um 10.200 tonn í heild. Hann dreifðist á allar hafnir svæðisins, varð mestur á Hofsósi og Hvammstanga en samdráttur- inn Ef horft er til landsvæða þá eykst löndun mest milli áranna 2013 og 2014 í höfnum á Suð- urlandi eða um 8,8% eða úr tæpum 43,3 þúsund tonnum í rúm 47 þúsund tonn. Aðeins tvær löndunarhafnir teljast til Suðurlands og var aukning í þeim báðum. Í Vestmannaeyj- arhöfn jókst landaður afli um 1,8% eða um 587 tonn en aukn- ingin var mjög mikil í Þorláks- höfn eða um tæp 30% eða um 3.200 tonn. Hins vegar var mestur sam- dráttur í löndunum á Norður- landi vestra, rúm 10.200 tonn, eða sem nemur um 30,4%. Mik- ill samdráttur var á öllum lönd- unarhöfnum svæðisins. Mestur var hann á Hofsósi (tæp 40%) og Hvammstanga (um 38,2%). Alls nam samdráttur á lönduð- um botnfiski á höfnum svæðis- ins um 5.440 tonnum. Samkvæmt samantekt Fiski- stofu eru Blönduóshöfn og Haukabergsvaðall minnstu hafnir landsins hvað landaðan botnfiskafla áhrærir. Landað var 1,2 tonnum á Blönduósi í fyrra en tæplega 1,5 tonnum í Haukabergsvaðli í fyrra. Engar bolfisklandanir voru hins vegar á Gjögri og í Haganesvík á árinu 2014. Tíu stærstu hafnirnar 2014 2013 Reykjavík 87.786 96.197 Grindavík 41.819 43.594 Vestmannaeyjar 33.143 32.556 Hafnarfjörður 23.290 31.717 Siglufjörður 22.994 24.049 Akureyri 21.801 17.504 Dalvík 20.278 16.567 Ísafjörður 18.042 19.368 Rif 15.585 14.913 Þorlákshöfn 13.899 32.556 298.638 329.020 Hlutfall af heildarafla botnfisks 63,40% 69,9% Þorskur er meginuppistaða botnfiskaflans. Litlar breytingar eru milli ára á lista þeirra 10 hafna þar sem mestum botnfiski er landað.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.