Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2015, Blaðsíða 10

Ægir - 01.01.2015, Blaðsíða 10
10 Reykjavík og höfuðborgarsvæð- ið tróna á toppi lista Fiskistofu yfir landanir á botnfiski í höfn- um landsins árið 2014. Þó var umtalsvert minni botnfiskafla landað í fyrra en árið 2013, svo nemur 8,1% á höfuðborgar- svæðinu öllu og 8,7% í Reykja- vík. Í báðum tilvikum hafði þó orðið aukning milli áranna 2012 og 2013. Dalvíkurhöfn bætti við sig mestu magni af botnfiski milli ára, eða 3.454 tonnum, sem var 21% aukning. Líkt og sjá má á meðfylgj- andi yfirliti var tæplega 88 þús- und tonnum landað í Reykjavík í fyrra, samanborið við rösklega 96 þúsund tonn árið 2013. Horft lengra aftur í tímann sést að landaður afli var tæplega 104.500 tonn árið 2010 í Reykjavík og hefur því farið minnkandi. Reykjavík er þrátt fyrir þenn- an mikla samdrátt langstærsta löndunarhöfn landsins og magnið rösklega tvöfalt á við þá höfn sem næst kemur, þ.e. Grindavíkurhöfn með 41.819 tonn. Þar varð einnig samdrátt- ur milli ára eða um 4,1%. Á lista yfir 10 stærstu löndunarhafn- irnar 2014 eru átta sömu hafnir og voru árið áður en inn á listann komu nú Rifshöfn og Þorlákshöfn. Árið 2013 var Rif í 12. sæti listans og Þorlákshöfn í því 16. Eins og sjá má í meðfylgj- andi töflu var tæplega 300.000 tonnum af botnfiski landað í umræddum 10 höfnum í fyrra. Það svarar til rösklega 63% heildarafla af botnfiski sem er Botnfisklandanir 2010-2014 eftir landsvæðum 2010 2011 2012 2013 2014 Suðurland 35.288 38.114 39.483 43.255 47.042 Suðurnes 68.169 62.661 61.387 60.795 59.409 Höfuðborgarsvæðið 154.914 130.816 118.618 128.045 111.204 Vesturland 42.993 41.449 41.936 43.502 44.503 Vestfirðir 41.505 42.827 48.212 57.624 52.184 Norðurland vestra 31.161 24.678 26.247 33.568 23.347 Norðurland eystra 56.767 64.865 64.495 77.613 79.712 Austurland 46.865 42.458 51.460 53.188 53.917 477.662 447.868 451.838 497.590 471.318 Ýmsir staðir 17 22 37 38 Erlendis 21.493 12.557 9.975 5.672 499.172 460.447 461.850 503.300 471.318 F isk a fli Botnfiskaflinn í fyrra: Tíu stærstu hafnirnar með 64% aflans Dalvíkurhöfn sótti verulega í sig veðrið í löndun botnfisks á síðasta ári.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.