Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2015, Blaðsíða 32

Ægir - 01.01.2015, Blaðsíða 32
32 „Þetta er í fyrsta sinn sem sögu íslenskra vita er gerð skil í kvik- mynd. Takist okkur að ljúka fjármögnun verkefnisins er við það miðað að myndin verði til- búin síðla árs 2016 og komi þá fyrir sjónir almennings en líkt og annars staðar í heiminum er mikill áhugi á vitum á Íslandi,“ segir Sigurbjörg Árnadóttir, for- maður Íslenska vitafélagsins -félags um íslenska strand- menningu en nú er hafin á veg- um fyrirtækisins Ljósmáls ehf. gerð heimildarmyndar um upp- byggingu íslenska vitakerfisins og rekstur þess. Myndin er unn- in er í samstarfi reyndra inn- lendra kvikmyndagerðar- manna og Íslenska vitafélags- ins. Verkefnið nýtur stuðnings Kvikmyndamiðstöðvar Íslands en unnið er að því að afla ann- arra styrkja til að standa straum af því sem uppá vantar. Vitarnir breyttu þjóðfélaginu Það var árið 1878 sem fyrsti vit- inn var reistur hér á landi en þá höfðu vitar logað á ströndum annarra Evrópulanda svo öld- um skipti. Íslenskir vitar hafa því sérstöðu í alþjóðlegu samhengi sökum þess hversu ungir þeir eru og bera því annað svipmót en margar slíkar byggingar í öðrum löndum. „Við fjöllum í myndinni um þennan unga ald- ur íslensku vitanna í alþjóðleg- um samanburði en sér í lagi vörpum við ljósi á það hvað til- koma vitanna þýddi fyrir þessa einangruðu þjóð úti í ballarhafi. Áður en vitarnir komu hafði ekki verið siglt hingað að vetr- arlagi og landið var einangrað svo mánuðum skipti hvert ár. Vitarnir eru merkur þáttur í framfara- og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, sögu hafnamála, útgerðar og fiskveiða og síðast en ekki síst höfðu þeir mikla þýðingu fyrir öryggismál sjó- manna. Loks má nefna áhrif bygginga vitanna á tækniþróun í landinu, t.d. í málmsuðu og ýmsu öðru. Það fylgdi því ýmis- legt með þegar vitavæðingin hófst og þeir eru því ekki bara áhrifavaldar hvað öryggismál og siglingar snertir,“ segir Sig- urbjörg. Einkaframtak Ottó Wathne Hér á landi eru 104 vitar og þótt þeim sé vitanlega ekki öllum gerð skil í myndinni er fjallað um ýmsa áhugaverða þætti þessara bygginga. Því eru til dæmis gerð skil að þekktustu hönnuðir bygginga hér á landi komu við sögu í hönnun þess- ara mannvirkja og vitarnir eru því merkur hluti byggingarsögu þjóðarinnar. „Ýmsir aðrir áhugaverðir fletir eru á þessari sögu, s.s. bygging Dalatangavita sem Ottó Wathne stóð fyrir á sínum tíma fyrir eigin reikning en það gerði hann þar sem hann taldi útséð um að opinber stjórnvöld kæmu því þjóðþrifaverki á. Dalatangaviti er fyrir vikið eini vitinn sem byggður er af einka- framtakinu,“ segir Sigurbjörg og bætir við að mörg dæmi eru um óskir til stjórnvalda um vita- byggingar sem sýna að þegar vitavæðingin stóð sem hæst á fyrri hluta síðustu aldar voru vitar álitnir nauðsynleg for- senda uppbyggingar enda ekki annarri staðsetningartækni til að dreifa. „Það eru því fjölmarg- ir mjög áhugaverðir fletir á þessari sögu sem tímabært er að gera góð skil í kvikmynd,“ segir Sigurbjörg. Dramatík og dulúð tengd vitunum Sigurbjörg segir mikinn metnað í framleiðslu myndarinnar en leikstjóri hennar verður Einar Þór Gunnlaugsson, kvikmynda- gerðarmaður. Dúi J. Landmark framleiðir myndina en handrits- höfundur er Kristján Sveinsson sagnfræðingur og stjórnarmað- Heimildamynd um íslenska vita Garðskagi nýrri, byggður árið 1944. Hönnuður hans var Axel Sveinsson verkfræðingur. Garðskagi eldri, byggður árið 1897. Danska vitamálastjórnin hannaði vitann. Myndir: Magnús Skúlason V ita r

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.