Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2015, Blaðsíða 28

Ægir - 01.01.2015, Blaðsíða 28
28 Snemma árs 2010 stóðu Pro- mens Dalvík ehf. og sjávarút- vegsfyrirtæki í Noregi að stofn- un fyrirtækisins iTUB AS í Nor- egi um útleigu á fiskikerum til útgerðarfyrirtækja og fisk- vinnslna þar í landi. Síðan þá hefur fyrirtækið vaxið jafnt og þétt og er það í dag með um 16.000 ker í útleigu, að stærst- um hluta í Noregi en einnig vítt um Evrópu. Fyrirtækið er í meirihlutaeigu Promens Dalvík og er því stýrt frá Dalvík en framkvæmdastjóri iTUB er Hilmar Guðmundsson. Þessa dagana hann er ýta úr vör starfsemi fyrirtækis hér á landi undir sama merki og hliðstærri þjónustu. Hilmar segir að víða séu tækifæri til vaxtar í útleigu á kerum, bæði í Noregi, á meg- inlandi Evrópu og á Íslandi. Fyrstu kerin í útleigu frá iTUB- hér á landi verða í ísfisktogar- anum Málmey SK á Sauðárkróki sem er nú að hefja veiðar eftir gjörbyltingu á vinnslu- og kæ- lifyrirkomulagi um borð. Starfsstöðvar iTUB AS eru í Álasundi í Noregi og á Dalvík en Hilmar segir stofnun fyrirtækis- ins í Noregi hafa verið rökrétt framhald framleiðslu og mark- aðssetningar Promens á fiski- kerum fyrir norskar útgerðir. Keraleiga af þessum toga hafði ekki þekkst þar í landi fyrr en iTUB var stofnað. „Með stofnun iTUB AS var fyrst og fremst horft til þjón- ustu við útgerðir í Noregi, sér í lagi til togskipaútgerða. Smám saman hefur viðskiptavinum okkar fjölgað, bæði í Noregi og öðrum löndum og að sama skapi einnig bæst við fjölbreytt- ari fyrirtæki, bæði útgerðir og landvinnslufyrirtæki. Þjónusta við útgerð Norway Seafood er stór þáttur í starfseminni en það fyrirtæki er mjög stórt og með útgerð víða í Norður-Nor- egi. Til viðbótar við útleigu á kerunum sjálfum er flutnings- kerfið mjög mikilvægur þáttur í okkar starfsemi. Við sjáum þannig um að taka kerin hjá kaupanda á fiskinum erlendis, þau eru þrifin og síðan flytjum við þau til baka til Noregs á nýj- an leik, til sama viðskiptavinar eða annarra notenda,“ segir Keraleiga iTUB á Íslandi að taka til starfa iTUB AS í Noregi leigir nú út um 16.000 ker þar í landi, að stærstum hluta í Norður-Noregi. Þ jón u sta

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.