Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2015, Blaðsíða 12

Ægir - 01.01.2015, Blaðsíða 12
12 Togarinn Málmey SK 1, sem er í eigu FISK Seafood hf. á Sauðár- króki, er þessa dagana í fyrstu veiðiferðum eftir að skipinu var breytt úr frystitogara í ísfiskskip. Í þessu tilfelli þarf þó að gera fyrirvara við hugtakið ísfiskskip því Málmey er fyrsti togarinn í flotanum útbúinn þannig að ekki þarf að nota ís til kælingar aflans, líkt og almennt hefur verið gert hingað til. Togarinn er búinn nýju vinnslu- og kælikerfi frá systurfyrirtækjunum Skagan- um hf. á Akranesi og 3x Techno- logy á Ísafirði en afli skipsins er kældur í mínus eina gráðu áður en hann fer í lest. Ingólfur Árna- son, framkvæmdastjóri Skagans og 3X, segir komið að tækni- framförum í bolfiskvinnslu hér á landi á borð við þær sem gengið hafi yfir í uppsjávarvinnslunni á liðnum árum. Ofurkæling úti á sjó skapi tækifæri á öllum svið- um landvinnslunnar. Segja má að fyrirtækin leggi í þessu verkefni saman tvær af sínum lausnum; annars vegar ofurkælingartæknina sem Skaginn hf. hefur unnið með í flakavinnslu á undanförnum ár- um og hins vegar Rotex blóðg- unar- og kælitanka fyrir fiskiskip sem 3X Technology á Ísafirði hefur þróað. Ferillinn um borð í Málmey SK 1 er þannig að eftir að afli kemur úr móttöku er hann slægður á hefðbundinn hátt, að því frátöldu að öll lifur fer í sér- stakan kæliferil og þaðan í lest. Sama á við um hrogn á meðan á hrygningartíma stendur. Að lokinni slægingu fer hver fiskur í sérstaka þvottameðhöndlun og þaðan inn á færiband þar sem myndgreiningarbúnaður tekur mynd af hverjum fiski fyrir sig og greinir bæði tegund og þyngd. Á vinnsluþilfarinu eru þrír Rotex-tankar, hver um sig Tímamót með breytingum á Málmey SK 1 á Sauðárkróki: Ofurkældur afli en enginn ís! - „sannfærður um að nýtt framfaraskeið í bolfiskvinnslunni er hefjast,“ segir Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans og 3X Technology, framleiðenda vinnslu- og kælikerfisins í Málmey Togarinn Málmey SK 1 var byggður sem frystiskip árið 1987 og hét í fyrstu Sjóli HF 1 en var síðan seldur til Fiskiðjunnar Skagfirðings árið 1995 og fékk nafnið Málmey SK 1. Hugtakið ísfisktogari á í raun ekki við eftir nýjustu breytinguna á skipinu. Nær væri að tala um ferskfisktogara. F isk isk ip

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.