Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2015, Blaðsíða 24

Ægir - 01.01.2015, Blaðsíða 24
24 markað en sá þáttur er lítill hluti heildarstarfseminnar því okkar aðal verkefni er framleiðsla á reyktum laxi fyrir markaði í Bandaríkjunum og Kanada. Um 90% af framleiðslu okkar er út- flutningur og hann hefur farið vaxandi frá því við tókum við rekstrinum. Við erum fyrst og fremst að framleiða reyktan lax í heilum flökum fyrir hótel og veitingahús. Á Bandaríkjamark- aði seljum við undir merkjum Icelandic en undir merkjum stórfyrirtækisins High Liner Foods í Kanada en það fyrirtæki tók árið 2012 yfir rekstur Ice- landic í Bandaríkjunum. Í raun er því High Liner Foods kaup- andi allra okkar afurða fyrir Norður-Ameríkumarkað þó svo að við framleiðum undir þess- um tveimur vörumerkjum. Við framleiddum áður fyrir Ice- landic í Bandaríkjunum en eftir að High Liner Foods tók það fyrirtæki yfir þá fórum við að framleiða líka fyrir þá á Kanada- markað. Þetta hefur reynst okk- ur mjög gott og traust við- skiptasamband enda er fyrir- tækið það langstærsta í sölu sjávarafurða í bæði verslunum og hótelum í Kanada og einnig mjög stórt og þekkt á Bandaríkjamark- aði,“ segir Gústaf. Lof borið á framleiðsluna Eins og áður segir framleiðir Egils sjávarafurðir ehf. reykta síld í neytendapakkningum og selur í verslunum á Íslandi en einnig er fyrirtækið nú komið með einn vöruflokk á reyktum laxi í Hagkaupsverslanirnar. Þá bauð fyrirtækið nú fyrir jólin í verslunum Hagkaups sérstaka jólapakkningu með fram- leiðsluvörum sínum en síðustu tvö ár hefur fyrirtækið selt þessa pakkningu til fyrirtækja og stofnana til starfsmanna- gjafa. „Við höfum einnig verið að selja reyktan lax undir eigin vörumerki til hótela og veit- ingahúsa á Íslandi og þar er um hliðstæða framleiðslu að ræða og við seljum til Bandaríkjanna og Kanada. Við höfum fengið mikið lof og viðurkenningar fyr- ir þessa afurð. Reykti fiskurinn okkar þykir bæði bragðgóður og reykbragðið milt og fyrir hótelin og veitingahúsin hentar hann mjög vel því útlendingar eru síður hrifnir af þessari miklu reykingu og saltbragði sem við hér á Íslandi aðhyllumst. En eins og ég segi þá er þessi fram- leiðsla okkar fyrir innanlands- markað nánast aukaverkefni við hliðina á útflutningnum,“ segir Gústaf. Verndartollar útiloka Evrópumarkað Frá því Gústaf tók við fyrirtæk- inu síðla árs 2011 hefur útflutn- ingur þess á reyktum laxi tvö- faldast og hann segir markað- ina trausta. Ástæða sé til að ætla að hægt verði að auka út- flutninginn enn frekar. „Markaður fyrir reyktan lax er mjög stór, t.d. í Evr- ópu. Inn á þann markað þarf hins vegar að greiða 12% toll, sem er verndartollur sem Evrópusambandið er með. Með öðrum orðum yrði mikil breyting fyrir okkur í aðgengi að þeim markaði ef Ísland gengi í Evrópusambandið því þá félli þessi verndartollur nið- ur. Af þessum ástæðum er Am- eríkumarkaður betri fyrir okkur en við þurfum ekki að greiða innflutningstoll á Kanada en hann er 5% á Bandaríkjamark- að. Best væri auðvitað að sleppa alfarið við innflutnings- tollinn í Bandaríkjunum en þetta er þrátt fyrir það mun betri kostur en Evrópusam- bandslöndin,“ segir Gústaf. Allt frá heilum fiskum til fullunninnar vöru Öll framleiðslan fyrir Ameríku- markað er fryst og þannig fara sendingar að jafnaði mánaðar- lega frá Siglufirði vestur um haf. Vinnudagarnir í Egils sjávarafurðum hefjast á því að laxfiskarnir eru handflakaðir, flökin beinhreinsuð og síðan lögð í saltpækil. Síðar á morgninum tekur síðan reykingin við en hér eru þeir Gústaf og Steinar Svavarsson að raða flökunum í grindurnar sem síðan fara í reykofninn. Reykingu lýkur samdægurs og síðan bíða flökin í kæli næsta dags og pökkunar. Þetta lógó hefur fylgt fyrirtækinu í 60-70 ár og er líkast til meðal elstu framleiðslumerkja í fisk- vinnslu hér á landi.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.