Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2015, Blaðsíða 9

Ægir - 01.01.2015, Blaðsíða 9
9 Frystigámar / Sala og leiga 10 / 20 og 40 ft. Seljum einnig og leigjum gámahús, geymslugáma og salernishús í ýmsum stærðum og gerðum. Fjöldi sérlausna í boði, sniðnar að þörfum hvers og eins viðskiptavinar. Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Sími 568 0100 www.stolpigamar.is Hafðu samband 568 0100 Traustur innlendur markaður Ektafiskur hóf árið 1991 að selja útvatnaðan saltfisk í neytenda- umbúðum í verslunum á Íslandi en fyrirtækið hefur nú aukið markvisst sókn sína á Íslandi og aukið vöruúrval í verslunum, en afurðir Ektafisks er að finna í nærfellt öllum matvöruverslun- um, að Bónusverslununum frá- töldum. „Auk saltfisksins erum við að selja þorsk, ýsu, bleikju, hákarl og fleiri vörutegundir, allt frosnar og pakkaðar afurðir. Ís- lenski neytendamarkaðurinn er nokkuð stöðugur en við höfum bætt við okkur markaðsmanni sem meðal annars hefur lagt áherslu á að efla vöruframboð okkar og sýnileika í íslenskum verslunum. Sú vinna hefur skil- að ágætum árangri,“ segir Elvar. Veitingasalur opinn í sumar Um áraraðir hefur Elvar í Ekta- fiski tekið á móti ferðamönnum og hópum, frætt þá um vinnsl- una, sögu fyrirtækisins og af- urðirnar og gefið smakk af framleiðslunni. Góð samvinna hefur verið við hvalaskoðunar- fyrirtækið Níels Jónsson ehf. á Hauganesi um þjónustu við ferðahópa en nú er Ektafiskur að útvíkka þennan þátt starf- seminnar enn frekar. „Það hefur alltaf verið mikil spurn frá hópum um að koma í vinnsluna til okkar en nú erum við að taka í notkun veitingaað- stöðu fyrir 50-60 manns sem ég reikna með að hafa opna í sum- ar fyrir bæði þá sem eru að koma í hvalaskoðun og sjó- stöng frá Hauganesi og aðra ferðamenn sem leggja leið sína til okkar. Á síðasta ári var mikið að gera hjá mér í móttöku á hópum í vinnslunni en þar er ég með svolítið uppistand fyrir gestina og gef þeim að smakka á vel kæstum hákarli og tári af landa. Það mælist alltaf vel fyr- ir,“ segir Elvar. Ektafiskur í bandarísku sjónvarpi Meðal þeirra sem heimsóttu Elvar og fyrirtæki hans í haust var hópur þáttagerðarmanna frá Bandaríkjunum sem var hér á landi að gera Íslandsþátt í sjónvarpsþáttaseríunni Booze Traveller. Þennan þátt sáu millj- ónir manna þegar hann var sýndur á Þorláksmessu. „Þeir voru hér hjá okkur heil- an dag, fóru í sjóstöng í blíð- skaparveðri, smökkuðu á há- karli og landa. Þetta var heil- mikið fjör og hluti af þessum ágæta Íslandsþætti þar sem ýmsu er gerð skil. Við höfum verið að fá til okkar hópa er- lendra ferðamanna og einnig íslenska hópa í fyrirtækja- eða óvissuferðum en með tilkomu veitingasalarins getum við eflt þennan þjónustuþátt okkar enn frekar. Áhugi á að koma inn í fiskvinnslu, sjá og heyra hvað við erum að gera í fiskvinnsl- unni er mikill, bæði hjá innlend- um sem erlendum gestum,“ segir Elvar. Elvar Reykjalín með fullverkað saltfiskflak. „Hér byggjum við á handverkinu og gömlum hefðum í verkun á saltfiski eins og hann gerist bestur,“ segir hann. Elvar við skemmtilegan myndavegg í anddyri vinnslunnar. Þar má sjá að nú er fimmti ættliðurinn í fjölskyldu- fyrirtækinu byrjaður að hjálpa til í vinnslunni. Saltaðir þorskhnakkar. Þessi framleiðsluvara Ektafisks fer til veitinga- húsa á Spáni og Ítalíu. Og þykir herramannsmatur.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.