Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2015, Blaðsíða 14

Ægir - 01.01.2015, Blaðsíða 14
14 tækni í landvinnslu á bolfiski. Í þessum þáttum skilur á milli tæknilegrar stöðu bolfisk- vinnslu og uppsjávarvinnslu í dag. Í bolfiskvinnslunni þurfa öll flök að fara í gegnum snyrti- línur en takmark okkar er að þróa tækni sem skilar þeim ár- angri að sem hæst hlutfall af flökum geti farið beint úr flök- unarvél inn í vatnsskurð þar sem beingarður er skorinn í burtu og flökin hlutuð niður eins og við á í hverri vinnslu fyr- ir sig.“ Nýtt skeið bolfiskvinnslunnar að hefjast Ingólfur segir að í sjávarútvegi á Íslandi sé mikill áhugi á þessari tækniþróun og þau fyrirtæki sem bæði eru í uppsjávar- vinnslu og bolfiskvinnslu hafi fundið fyrir því hversu miklum ávinningi tæknin í uppsjávar- vinnslunni hafi skilað á síðustu árum. „Í uppsjávarvinnslunni hefur störfum vissulega fækkað frá því sem áður var en þau eru á hinn bóginn betur launuð. Okk- ar framtíðarsýn hjá Skaganum og 3X Technology er þess vegna að leggja áherslu á roð- flettingu og flökun sem getur skilað bolfiskvinnslunni á sömu braut í framþróun og orðið hef- ur í uppsjávarvinnslunni. Innan okkar fyrirtækja höfum við allt til þess; flökunarvél, roðdráttar- vél og þróun á vatnsskurðar- búnaði en forsendurnar sem við vinnum eftir eru þessi ár- angur sem við höfum náð í of- urkælingunni á hráefninu. Við horfum á þetta sem eitt heildar- ferli og ætlum að horfa á hvert og eitt skref í ferlinu, allt frá móttöku til pökkunar,“ segir Ingólfur og bætir við að miklir tæknilegir möguleikar hafi opn- ast þegar Skaginn hf. og 3X Technology urðu systurfyrir- tæki. Í kjölfarið á breyttu eign- arhaldi þess síðarnefnda hafi verið unnt að leggja saman víð- tæka tækniþekkingu innan fyr- irtækjanna og lausnir sem þau hafi þegar þróað. Því til viðbót- ar hafi fyrirtækin fengið styrki til þróunarstarfs sem gangi til rannsóknarfyrirtækjanna Matís og Iceprotein á Sauðárkróki sem unnið hafi þýðingarmiklar upplýsingar um áhrif ofurkæl- ingar á hráefni strax á fyrsta vinnslustigi. „FISK Seafood steig mjög mikilvægt skref með því að semja við okkur um breyting- arnar á Málmey og láta reyna á þá möguleika sem rannsóknirn- ar hafa sýnt okkur. Málmey SK verður ekki ísfiskskip í þeirri merkingu sem við höfum hing- að til notað heldur væri nær að tala um rannsóknarskip á fyrstu mánuðunum því rannsóknar- fyrirtækin munu fylgja verk- efninu eftir. Ég er alveg sann- færður um að við eigum eftir að sjá í þessu verkefni í Málmey ár- angur sem lyftir þekkingu í fisk- vinnslu hér á landi á annað stig og markar nýtt skeið í bolfisk- vinnslu. En svona lagað gerist ekki nema til séu fyrirtæki eins og FISK Seafood sem hafa kjark, þor og getu til að breyta og til- einka sér tæknilegar nýjungar,“ segir Ingólfur Árnason. Þrír 14 metra langir tankar eru á vinnsluþilfari Málmeyjar. Í gegnum þá fer aflinn og er smátt og smátt kældur niður í mínus 1-1,2 gráður. Í þessum enda tankanna er svokölluð ofurkæling og úr henni fer fiskurinn í 300 kg. skömmtum í rennuna fyrir miðri mynd og niður í lest. Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans hf. og 3X Technology, er sannfærður um að tækifæri séu nú að opnast til stórstígra tæknilegra framfara í bolfiskvinnslu á borð við þær sem orðið hafa í vinnslu á upp- sjávarfiski síðustu ár. Skaginn hf - Bakkatún 26 - 300 Akranes - S. +354 430 2000 - sales@skaginn.is 3X TECHNOLOGY - Sindragata 5 - 400 Ísafjörður - +354 450 5000 - SALES@3XTECHNOLOGY.COM

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.