Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2015, Blaðsíða 30

Ægir - 01.01.2015, Blaðsíða 30
30 Hilmar en þungamiðja í þessu kerfi eru afgreiðslu- og þvotta- stöðvar á vegum iTUB í Bret- landi, Frakklandi og Danmörku, auk lagerafgreiðslna á kerum vítt um Noreg. Náið samstarf er einnig við flutningsaðila en al- farið er byggt á landflutningum á kerum í þessari þjónustu. Hilmar segir það þjónustunet sem fyrirtækið hafi nú þegar byggt upp skapa iTUB mikla möguleika til þjónustu fyrir sjávarútvegsfyrirtæki í Evrópu. „Viðskiptavinum okkar bjóð- ast tveir möguleikar í leigufyrir- komulagi á kerum. Annars veg- ar að leigja kerin án þjónustu og þá er um að ræða að gerður er samningur um útleigu á ákveðnum kerafjölda sem leigutaki hefur til umráða á samningstíma og skilar síðan að honum loknum. Hins vegar er leiga með þjónustu þar sem viðskiptavinir leigja ker af iTUB samkvæmt rammasamningi um fjölda kera en iTUB stýrir síðan tómu kerunum eins og áður er lýst og sér til þess að umsaminn fjöldi kera sé alltaf til ráðstöfunar fyrir viðskiptavin á fyrirfram skilgreinum lagerum okkar. Þetta er fyrirkomulag sem hefur reynst viðskiptavin- um okkar vel,“ segir Hilmar. Gæði keranna og öryggið mikilvægir þættir iTUB byggir sitt útleigukerfi að mestu leyti á 460 lítra kerum frá Promens með PE fyllingu í veggjum en þau eru bæði sterkbyggð, draga ekki í sig vökva þó skemmd verði kerun- um og eru því góður valkostur gagnvart hreinlætiskröfum. Að auki eru PE fylltu kerin endur- vinnanleg og þannig umhverf- islega hagkvæmur valkostur. „Þetta eru ker sem við þekkj- um af reynslunni að henta mjög vel fyrir flutning á fersk- um fiski. En samhliða leggjum við mjög mikið upp úr öryggi hvað varðar stöflun og hífingar, hagkvæmni í rekstri þeirra og aðra þætti sem snúa að áreið- anleika. Við erum líka með Mind rekjanleikakerfi á kerun- um sem er mikilvægt gagnvart því umhverfi sem seljendur á fiski starfa í. Rekjanleikakerfið býður einnig upp á möguleika á mælingum á umhverfishita- stigi keranna og í því er fólgið ákveðið öryggi fyrir notend- urna.“ Inn á íslenska markaðinn Hilmar segir að í kjölfar stofn- unar iTUB í Noregi hafi margar fyrirspurnir borist frá íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum um hvort vænta megi hliðstæðrar starfsemi hér á landi. Nú sé komið að þeim tímapunkti. „Við komum til með að byggja okkar þjónustu hér á landi á sama grunni og iTUB gerir í Noregi, þ.e. fasta leigu á kerum til fyrirtækja og hins veg- ar útleiga með þjónustu þar sem við önnumst flutning á kerum frá fiskaupendum til not- enda. Við höfum þegar samið við flutningsaðila og útfært aðra þætti í þjónustunni hér á landi sem við komum til með að kynna okkar viðskiptavinum á komandi misserum. Líkt og í Noregi munum við alfarið nota PE ker hér á Íslandi og leggja mikið upp úr áðurnefndum þáttum sem snúa að öryggi, styrk keranna, hreinlætisþætt- inum og rekjanleikakerfinu. Allt eru þetta atriði sem við finnum að eru ofarlega í huga við- skiptavina,“ segir Hilmar.Skipulag flutninga er stór þáttur í kerfi iTUB en fyrirtækið tekur við kerum hjá fiskkaupendum erlendis, sér um að þau séu þvegin og síðan flutt á ný til notenda. Norskur lax ísaður í keri frá iTUB. iTUB notar sterkbyggð PE fyllt ker frá Promens Dal- vík í útleigu.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.