Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2015, Blaðsíða 8

Ægir - 01.01.2015, Blaðsíða 8
8 „Ég hef ekki framleitt fyrir Ítal- íumarkað áður en við erum að sjá þessar vikurnar hvernig við- tökur fyrsta prufusendingin fær sem við framleiddum fyrir áramót. Á margan hátt virðist mér sem Ítalíumarkaður sé jafnvel sterkari markaður fyrir saltfiskafurðir en Spánn og Portúgal. Hagkerfið er sterkara á Ítalíu en í þeim löndum og þess utan á saltfiskneysla sér langa hefð á Ítalíu. Það þekkja íslenskir saltfiskframleiðendur í gegnum tíðina að ítalskir kaupendur hafa gjarnan sóst eftir dýrasta og besta saltfisk- inum,“ segir Elvar Reykjalín, eigandi Ektafisks á Hauganesi aðspurður um ganginn í salt- fiskvinnslu og -sölu þessa mán- uðina. Auk þess að selja frosinn útvatnaðan saltfisk í neytenda- umbúðum til útflutnings legg- ur Ektafiskur áherslu á íslensk- an neytendamarkað með þá vöru, sem og fleiri vöruflokka. Elfar segist leggja áherslu á framleiðslu á gæðavöru í háum gæðaflokki fyrir Ítalíumarkað sem jafnframt er hátt verðlögð. „Markmiðið er ekki magnið heldur miklu frekar að byggja upp markað fyrir hágæðavöru. Ég er bjartsýnn á að það gangi eftir skref fyrir skref en ef horft er til þessara stærstu markaða fyrir íslenskar saltfiskafurðir í sunnanverðri Evrópu þá er ít- alski markaðurinn sá sem borg- ar hæsta verðið. Síðan koma Spánverjar og loks Portúgal,“ segir Elvar. Elvar Reykjalín með fullverkað saltfiskflak. „Hér byggjum við á handverkinu og gömlum hefðum í verkun á saltfiski eins og hann gerist bestur,“ segir hann. Ektafiskur á Hauganesi: Framleiða saltfisk í neytendaumbúðum fyrir útflutning og heimamarkað - vaxandi þjónusta við ferðahópa og veitingasala opnuð í sumar Saltfiskurinn skorinn í bita. Saltfiskbollur framleiðir Ektafiskur fyrst og fremst fyrir innlendan markað. F isk v in n sla

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.