Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2015, Blaðsíða 18

Ægir - 01.01.2015, Blaðsíða 18
18 Liður í undirbúningi byggingar á nýju skipi Málmey SK 1 mun hér eftir fiska fyrir landvinnslu FISK Seafood á Sauðárkróki. Gylfi Guðjónsson, útgerðarstjóri FISK Seafood, segir markmiðið með þeirri leið sem valin var í breytingum á skipinu að fá besta mögulega hráefni fyrir landvinnsluna. Að stærstum hluta er í fiskvinnslu- stöð fyrirtækisins á Sauðárkróki unninn frosinn, léttsaltaður þorskur í flökum fyrir Spánar- markað. Gylfi reiknar með að þar verði einnig unnið úr karfa, ufsa og ýsu úr Málmey. „Við erum með þeirri leið sem við völdum í breytingum skipinu að horfa bæði til mögu- leika fyrir okkur í þróun á land- vinnslunni á komandi árum og einnig að fá reynslu á þennan búnað vegna nýs togara sem við fyrirtækið hefur samið um smíði á. Þegar fyrirliggjandi var að breyta Málmey úr frystitog- ara í skip fyrir hráefnisöflun vegna landvinnslunnar lá bein- ast við að fá í því skipi reynslu á þessa lausn frá Skaganum og 3X Technology. Út frá henni tökum við endanlega ákvörðun um útfærslu á nýja skipinu. Við höfum skoðað þessa útfærslu vandlega og höfum innan okkar raða rannsóknarfyrirtækið Iceprotein sem er í eigu FISK Seafood og vinnur með okkur að þessu verkefni. Það er okkur mjög mikilvægt í þróunarverk- efni eins og þetta er,“ segir Gylfi. Hráefni í hæsta gæðaflokki Nú þegar aflinn kemur íslaus en ofurkældur í land segir Gylfi að gera þurfi nokkrar lagfæringar á móttökuferlinu og kæliklefum. „Við þurfum t.d. að tryggja að við höldum áfram sama hita- stigi á fiskinum eftir að hann er kominn inn í kæligeymslur hjá okkur og það er ýmislegt fleira sem þetta hráefni kallar á. Fisk- urinn er nokkuð frábrugðinn hefðbundnu ísuðu hráefni sem við erum vön að vinna með en um leið hráefni sem er í hæstu gæðum og ætti að skila okkur meiri ávinningi og hærra verði í endanlegri framleiðsluvöru,“ segir Gylfi og bætir við að frá því undirbúningur breyting- anna á Málmey hófst hafi marg- ar hugmyndir þróast og tekið breytingum með prófunum og rannsóknum. „Starfsfólk Icpro- tein og aðrir sem að verkefninu hafa komið hafa skilað góðu starfi og verður spennandi að fylgjast með reynslunni á kom- andi mánuðum.“ Strandgötu 1 Neskaupstað Sími:4700 800 Fax:4700 801 • Veiðarfæraþjónusta • Gúmmíbátaþjónusta • Fiskeldisþjónusta Stöðug þróun veiðarfæra í samvinnu við sjómenn og útgerðir. Fjarðanet er aðili að Hampidjan Group Neskaupstaður / Fjáskrúðsfjörður / Akureyri / Ísafjörður www.fjardanet.is fjardanet@fjardanet.is Víðtæk þekking og reynsla í uppsetningu og gerð veiðarfæra Alhliða veiðarfæraþjónusta í höndum fagmanna Aflinn kemur úr móttöku að slægingarstöðvunum. Þar er lifur skorin frá og beint í sérstaka vinnslu og þaðan í lest. Hrogn eru líka tekin á hrygningartíma. Færibönd og stýringarbúnaður leika stórt hlutverk í kerfinu. Í heild eru um 4 kílómetrar af rafmagns- köplum á vinnsluþilfarinu í Málmey! Óskum FISK Seafood til hamingju með nýju snúnings- böndin í lest Málmeyjar SK-1.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.