Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2015, Blaðsíða 20

Ægir - 01.01.2015, Blaðsíða 20
20 F isk isk ip „Það eru allir spenntir í áhöfn- inni fara á sjó og kynnast þessu nýja fyrirkomulagi um borð. Við erum vonandi að stíga mikið framfaraskref í sjávarútvegin- um og ég er sérstaklega ánægður með að fyrirtækið stígi þetta metnaðarfulla skref til fulls og láti reyna á ofurkæl- inguna. Miðað við rannsóknir sem gerðar hafa verið er mikill ávinningur í gæðum hráefnis- ins að ná að kæla fiskinn með þessum hætti,“ segir Sæmund- ur Hafsteinsson, 1. stýrimaður á Málmey SK 1, þegar Ægir fór um borð í skipið skömmu fyrir fyrstu reynslusjóferð á dögun- um. Sæmundur segir að vitan- lega sé stærsta breytingin fyrir áhöfnina fólgin í því að skipið breytist nú úr frystitogara í ís- fisktogara. Bæði fækki í áhöfn úr 26-27 mönnum í 15 og í stað hátt í mánaðarlangra veiðiferða verða þær nú 5-7 dagar að há- marki. En síðan er búið að skipta um allan vinnslubúnað og breyta verkferlunum um borð þar með. „Við fyrstu sýn er þetta auð- vitað mikið af búnaði sem búið er að setja í skipið og fyrir- komulagið í daglegri vinnu áhafnarinnar allt annað en áður var. Spenntastir erum við auðvitað að sjá þessa ofurkæl- ingu virka en bæði við í áhöfn- inni og allir sem að þessu verk- efni koma eigum eftir að finna út hvar nákvæmlega bestur ár- angur næst í kælingunni á fisk- inum. Við erum að fara að ákveðnum mörkum þar sem spilað er á dauðastirðnunina í fiskinum og hámarkskælingu. Ég geri ráð fyrir að við komum til með að verða í miklum sam- skiptum við vinnsluna í landi meðan á veiðiferðum stendur því allt þarf þetta að vinna mjög vel saman. Það getur ekki verið annað en áhugavert og skemmtilegt að vera þátttak- andi í svona frumkvöðlastarfi sem gæti markað ákveðin kafla- skil í útgerð ísfisktogara á Ís- landi,“ segir Sæmundur. Spennandi tími framundan - segir Sæmundur Hafsteinsson, 1. stýrimaður á Málmey SK 1 Stýrimaðurinn Sæmundur Hafsteinsson segist sérstaklega ánægður með að skrefið í breytingum á skipinu sé stigið til fulls og látið reyna á allra nýj- ustu hugmyndir í vinnslutækni í þeim tilgangi að skila besta mögulega hráefninu í land. Í lestinni eru rösklega 600 fiskiker frá keraleigu iTUB á Dalvík. Tvö snúningsbönd frá Vélaverkstæðinu Þór í Vestmannaeyjum eru einnig tækninýjung í flutningi aflans í lestinni.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.