Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2015, Blaðsíða 13

Ægir - 01.01.2015, Blaðsíða 13
13 14 metrar að lengd. Í hverjum tanki er stór snigill, eða skrúfa, sem snýst rólega og myndar hvert bil á sniglinum hólf sem í fara 300 kg. af fiski. Í tönkunum er blanda af sjó og saltupplausn og er hverjum tank skipt í þrjá hluta þannig að fyrsti hlutinn, sem tekur við aflanum eftir myndgreiningu, er blóðgunar- hólf og í gegnum það fer aflinn á 15 mínútum. Þaðan færist fiskurinn áfram með skrúfunni yfir í kælingarhólf þar sem afl- inn er kældur niður í 30 mínút- ur og í síðasta hluta tanksins fer aflinn í gegnum upplausn sem er mínus 4 gráður. Það er hin eiginlega ofurkæling sem tekur 15 mínútur en að henni lokinni er fiskurinn kominn í mínus 1-1,2 gráður. Þessi ferill aflans í gegnum hvern tank tekur því eina klukkustund og á enda tanksins er færiband sem tekur við fiskinum og skilar á rennur niður í lest þar sem lestarmenn taka við honum og raða í kör. Hægt er að hafa í senn allt að 10 tonn af afla í tönkunum þremur, ef á þarf að halda. Hver einasti fiskur myndaður! Kæling lestarinnar miðar að því að halda hráefninu stöðugu allt til loka veiðiferðar í því hitastigi sem það er í þegar fiskurinn kemur úr ofurkælingunni. Eins og áður segir er magnið 300 kg. í hverjum skammti sem á þenn- an hátt fer í gegnum allan feril- inn og er þetta hæfilegur skammtur fyrir 460 lítra körin sem notuð eru í lestinni. Myndgreiningarbúnaðurinn sem áður er nefndur er einn af lykilþáttum í kerfinu. Hann greinir hvern fisk, bæði tegund og þyngd og út frá þeim upp- lýsingum eru gefnar skipanir í stjórnbúnaði kerfisins sem stýrir því inn á hvaða tank hver fiskur á að fara og í hvaða hólf. Teg- undir veljast þannig saman, sem og stærðir, og loks stýrir þessi búnaður því að í hvert hólf veljist alltaf rétt magn, þ.e. 300 kg. Búnaðurinn vistar á þennan hátt mynd af hverjum fiski fyrir sig og þar sem hvert kar í lest hefur sitt númer er hægt að sækja upplýsingar úr vinnslunni um borð, ef ein- hverra hluta vegna þarf á slíku að halda. Hagnýta vökvann í fiskinum til kælingar Ingólfur Árnason, fram- kvæmdastjóri Skagans og 3X Technology, segir aðalatriðin með nýja kerfinu í Málmey SK1 að auka vinnsluhraða og hrá- efnisgæði. Með ofurkælingunni í vinnsluferlinu sé vökvinn í fisk- inum sjálfum nýttur til fulls. „Fiskur er auðvitað að stórum hluta vatn og við erum í þessu ferli að hagnýta okkur það til kælingar. Svokölluð fasa- skipti eru þegar vökvi þykknar í fast form og í fiski hefst þetta ferli í mínus 0,9 gráðum. Með því að þykkja vökvann í fiskin- um á þann hátt sem við gerum þá búum við okkur til ákveðið kæliafl sem kemur í staðinn fyrir ísinn sem hefðbundið er að nota,“ segir Ingólfur en segja má að í lestinni í Málmey SK 1 sé unnið á hefðbundinn hátt í frágangi afla í ísfisktogara, að því undanskildu að enginn ís er settur milli laga í körin. Aðeins þarf að raða fiskinum í hvert kar. Betri kæling skilar betri roðdrætti og flökun Aðspurður segir Ingólfur að form hvers skips ráði því hvort hægt sé að koma fyrir heildar- kerfi á borð við það sem er í Málmey SK 1 en best sé að út- færa kerfið samhliða hönnun á nýjum fiskiskipum, líkt og ætl- unin er að gera í fyrirhugaðri nýsmíði FISK Seafood og í þremur skipum HB Granda. Eins og fram kemur annars staðar í blaðinu hefur nú þegar verið samið um útfærslu kerfa frá Skaganum hf. og 3X Techno- logy í ísfisktogara HB Granda. „Í öllu okkar þróunarstarfi er- um við að sækjast eftir betri fiski og að lengja geymsluþol. Allar rannsóknir sýna bætta nýtingu í flökun með því að bæta meðhöndlun og kælingu strax eftir að fiskurinn er slægð- ur um borð. Næsta skref í þró- unarferlinu hjá okkur er að fækka göllum í flökun og roð- drætti í vinnslunni sjálfri. Þar er að finna lykilinn að framtíðar- Hér hefst kælingarferlið. Fiskurinn er flokkaður í hólf í hverjum tanki eftir að hann hefur farið í gegnum myndgreiningarbúnað sem skynjar tegund og stærð. Ferðalag aflans í gegnum tankana tekur eina klukku- stund. Í Rotex-tönkunum er blanda af sjó og saltpækli og búnaður stýrir kæl- ingunni á vökvanum. 300 kg. skammtur af fiski er á milli blaða í sniglin- um í tönkunum. Fyrsta hólfið í tönkunum er blóðgun, síðan tekur við kælingarhluti tanksins og loks ofurkælingin þar sem vökvinn er mínus 4 gráður. Í gegnum þann hluta fer aflinn á 15 mínútum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.