Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2015, Blaðsíða 23

Ægir - 01.01.2015, Blaðsíða 23
23 Egils sjávarafurðir ehf. á Siglu- firði er eitt af elstu starfandi fiskvinnslufyrirtækjum hér á landi, státar af tæplega 95 ára samfelldri sögu. Vörumerki fyr- irtækisins er 60-70 ára gamalt og reykta síldin frá Egils sjávar- afurðum hefur verið seld í verslunum á Íslandi í óbreytt- um neytendapakkingum í ára- tugi. Í dag starfa sjö manns að jafnaði í Egils sjávarafurðum og er framleiðsla á reyktum laxi fyrir markaði í Norður-Ameríku stærsta verkefni þess og vax- andi. Gústaf Daníelsson er framkvæmdastjóri og aðaleig- andi Egils sjávarafurða ehf. Hann segir að þrátt fyrir að reyktar afurðir hafi alla tíð ver- ið rauður þráður í framleiðsl- unni hafi fyrirtækið á þessari tæpu öld í starfsemi sinni kom- ið víðar við. Lengstum bar fyrirtækið nafnið Egilssíld en stofnandi þess var Egill Stefánsson sem hóf að reykja síld á Siglufirði ár- ið 1921. Þá var blómaskeið Siglufjarðar hafið með upp- gangi í síldveiðum fyrir Norður- landi. Uppsveiflan í síldinni og bæjarbragnum á Siglufirði varði allt fram yfir miðja öldina þegar að því kom að síldin hvarf en á gullaldarárum síldveiðanna óx Siglufjörður úr fámennu þorpi í yfir 3000 manna bæ. Egill byggði á þessum tíma upp fyr- irtæki sitt og vann við það allt til dauðadags árið 1978. Þá tók sonur hans, Jóhannes Egilsson, við rekstrinum og stýrði fyrir- tækinu þar til hann féll frá árið 2011. Nýir eigendur komu þá að fyrirtækinu og fékk það nafnið Egils sjávarafurðir ehf. en áfram er haldið á sömu braut í rekstrinum, þ.e. í framleiðslu á afurðum úr laxi og síld, að stærstum hluta reyktum afurð- um. 90% framleiðslunnar til útflutnings „Á ákveðnu tímaskeiði var mik- ið framleitt af niðursoðnum vörum, allt frá rauðrófum yfir í þorsklifur, samhliða reyking- unni á síld,“ segir Gústaf. „Við framleiðum enn þann dag í dag reyktu síldina fyrir innanlands- Egils sjávarafurðir ehf. á Siglufirði á að baki sér tæplega 100 ára sögu í fiskvinnslu: Reykja lax fyrir Ameríkumarkað Gústaf Daníelsson, framkvæmdastjóri og aðaleigandi Egils sjávarafurða ehf. Hér stendur yfir pökkun á reyktum laxi í neytendapakkningar fyrir Kanadamarkað en framleiðslan er undir merkjum High Liner Seafoods sem er það stærsta í sölu sjávarafurða þar í landi. Að morgni eru reyktu laxaflökin roðdregin og hér taka þær Auður Sigurgeirsdóttir, Guðbjörg Jóhannsdóttir og Irina Lucaci við þeim í pökkunar- salnum þar sem þau eru snyrt, sneidd, viktuð í 1 kg einingar og loks pakkað í lofttæmdar umbúðir. Ferlinu er síðan lokað með frystingu í heilum kössum. Auður snyrtir flökin áður en þau eru sneidd.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.