Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2015, Blaðsíða 27

Ægir - 01.01.2015, Blaðsíða 27
27 stjórnarmenn stillt búnaðinn fyrir þá fiskitegund sem þeir eru að veiða hverju sinni og út frá hljóðmælingunni á skipinu seg- ir búnaðurinn til um hvaða áhrif hljóðin hafa á fiskinn út frá skip- inu og niður í sjó. „Þetta eru mjög mikilvægar upplýsingar. Fram að þessu hafa eigendur fiskiskipa ein- ungis getað látið utanaðkom- andi aðila framkvæma hljóð- mælingar á skipunum en með okkar búnaði er stöðugt fylgst með því hvaða hljóð eru að ber- ast frá skipinu. Sjómenn þekkja vel að hljóð í skipum geta verið mjög mismunandi milli skipa, jafnvel þó þau séu systurskip, og hljóð geta líka breyst veru- lega ef t.d. skemmdir verða á skrúfubúnaði, skurði skrúfu- blaða er breytt og þannig má áfram telja. Það er alþekkt í sjó- mennsku að sum skip virðast hafa meiri veiðihæfni en önnur og líka að stundum breytist veiðihæfnin skyndilega. Þá get- ur verið um að ræða einhverjar breytingar á búnaði um borð eða bilanir sem hafa áhrif á hljóðin frá skipinu. Þessar breytingar geta skipstjórnar- menn nú vaktað með þessum nýja búnaði frá okkur í Scanmar sem ég er ekki í vafa um að mun verða mörgum eigendum skipa og skipstjórnarmönnum mikill fengur,“ segir Petter. Dýrmætur búnaður á öllum veiðiskap Skynjaranum, eða öllu heldur botnstykkinu, er komið fyrir á botni skipanna með einföldum hætti. Kaupendum býðst að fá sérstaka vasa fyrir botnstykkið sem síðan er festur við skips- skrokkinn. „Núna standa yfir prófanir á þessum búnaði og lokafrá- gangur hjá okkur á hugbúnað- arhlutanum. Við erum reyndar ekki með prófanir á skipum á Ís- landi en í prófunarferlinu eru skip í Noregi og víðar í Evrópu- löndum. Fyrstu umfjallanir um verkefnið hér í Noregi hafa vak- ið mikla athygli og áhuga í fiski- skipaútgerð enda þekkja þeir sem stunda sjósókn þetta vandamál af eigin raun. Ég geri ráð fyrir að nú fyrir vorið verði búnaðurinn kominn í almenna sölu hjá Scanmar en nú þegar getum við afgreitt botnstykkið sjálft til útgerða sem eru með skip sín í slipp og vilja nota tækifærið til að koma því fyrir á skipsskrokknum. Öll þau fiski- skip sem eru í smíðum í Noregi um þessar mundir verða með þessum búnaði þannig að við- brögðin eru mjög jákvæð nú þegar,“ segir Petter og að hans mati mun þessi nýjung verða mikið framfaraskref fyrir allar tegundir togveiðiskapar; jafnt flottrollsveiðar, nótaveiðar sem botntrollsveiðar. „Það skiptir alla miklu máli að hafa upplýsingar um hljóð skipanna og ekki síður að geta fylgst með hvort og hvernig þau breytast. Sá hluti búnaðar- ins getur t.d. gefið vísbendingar um bilanir sem hægt er þá að bregðast fyrr við og koma í veg fyrir að þær hafi áhrif á veiði- hæfni skipanna. Hinn verðmæti þátturinn er svo hvernig þetta verkfæri hjálpar skipstjórnend- um að hámarka veiðigetuna hverju sinni, sjá hvernig þeir geta best nálgast fiskitorfurnar og stillt veiðarfærin rétt af mið- að við þann áhrifaþátt sem við vitum að hljóð skipanna er. Ég er með öðrum orðum sann- færður um að þessi búnaður Scanmar er dýrmætt framfara- skref fyrir allan veiðiskap,“ segir Petter. Mikill áhugi hjá íslenskum útgerðum Þórir Matthíasson, fram- kvæmdastjóri Scanmar á Ís- landi, segir að líkt og annars staðar hafi íslenskir skipstjórn- armenn lengi velt fyrir sér hvaða áhrif hljóð skipa hafi á miðunum. „Við þekkjum íslensk aflaskip í gegnum tíðina sem vafalítið hafa verið vel heppnuð hvað þetta atriði varðar og skilað frá sér litlum hljóðum. Ég þekki líka dæmi um skip sem virðast tvístra fiskitorfunum um leið og þau nálgast þær. Og við höfum nýlega fengið upplýsingar um systurskip með hliðstæðum búnaði, á sama veiðiskap og sömu miðum þar sem á stutt- um tíma minnkaði afli á öðru skipinu án þess að nokkurra breytinga yrði vart um borð. Skoðun leiddi síðan í ljós að ástæðan var lítils háttar skemmd á skrúfublaði sem or- sakaði mikla hljóðmengun frá skipinu. Það er enginn vafi að þetta atriði er áhrifavaldur í veiðum og þess vegna ánægju- legt fyrir fiskveiðiþjóð á borð við Íslendinga að Scanmar komi nú fram með tæknilausn á þessu sviði. Þeir íslensku skip- stjórnar- og útgerðarmenn sem hafa komið til okkar og fengið upplýsingar um hvað er í vænd- um bíða spenntir,“ segir Þórir. Rannsóknir sem nýr bún- aður Scanmar byggir m.a. á leiða í ljós að síld hefur góða heyrn og er næm á hljóðbylgjur. Sama er að segja um t.d. ufsa og sardínur. Hins vegar virð- ist næmni þorsks á þessa þætti mun minni. Petter Pettersen, markaðsstjóri Scanmar í Noregi, telur nýja botnstykkið verða byltingu fyrir togveiðar um all- an heim.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.