Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2015, Blaðsíða 21

Ægir - 01.01.2015, Blaðsíða 21
21 F réttir Samningar hafa verið undirrit- aðir á milli HB Granda og Skag- ans á Akranesi og 3X Techno- logy á Ísafirði um nýjan og bylt- ingarkenndan vinnslu- og lest- arbúnað í Engey RE, Akurey AK og Viðey RE, nýja ísfisktogara félagsins sem verða smíðaðir á næstu árum. Samningarnir byggja á þróunarsamstarfi HB Granda við félögin á undan- förnum árum. Samningarnir eru tveir, annars vegar um bún- að á vinnsludekki og hins vegar um sjálfvirkt flutningakerfi á körum. Verðmæti samning- anna er um 1.190 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum frá HB Granda. Vinnslubúnaðurinn byggir í grunninn á hliðstæðri tækni og nú er verið að taka í notkun í togaranum Málmey SK. Mark- miðið er að auka verulega nýt- ingu og gæði fisks, lágmarka kostnað og bæta vinnuaðstæð- öðu sjómanna en í togurum HB Granda verður allt slóg hirt, sem og lifur og hrogn. Búnaður á vinnsludekki Búnaður á vinnsludekki er byggður á nýsköpun og þróun Skagans á Akranesi og 3X Technology á Ísafirði í samstarfi við iðnaðinn og rannsóknarað- ila s.s. Matís og Iceprotein á Sauðárkróki. Helstu eiginleikar búnaðar á vinnsludekki eru: • Afkastamikil blóðgunar- og slægingarlína sem tryggir bætta meðhöndlun fisks. • Myndgreiningartækni sem tegundagreinir og stærðar- flokkar fisk með sjálfvirkum hætti. • Tveggja þrepa Rotex blæð- ingarferli sem tryggir rétta blæðingu og eykur gæði. • Tveggja þrepa Rotex kæli- ferli sem hægir á dauða- stirðnun mun tryggja betri og lengri ferskleika. • Sjálfvirk stærðarflokkun og Rotex kæliferli fyrir karfa. • Meðhöndlun og kæling á hrognum, lifur og slógi verð- ur framkvæmd í Rotex kæli- ferlinu. • Röðun og frágangur fisksins í kör mun fara fram á vinnsludekki. Sjálfvirkni í lest Lestin verður byltingarkennd í nýju skipinum hjá HB Granda hvað það varðar að manns- höndin kemur þar hvergi nærri. Fiskikerin koma sjálfvirkt úr lestinni og á sama hátt sér síð- an búnaður um að færa þau aft- ur á sinn stað þegar fiskur er kominn í þau. Þetta kerfi hafa Skaginn og 3X Technology þró- að með tæknmönnum HB Granda og Nautic, hönnuða nýju skipin þriggja. Helstu kostir lestarflutninga- kerfisins eru: • Mannlaust lestarkerfi • Sjálfvirkur flutningur tómra kara upp úr lest skipsins. • Röðun og frágangur fisks mun fara fram á vinnslu- dekki. • Karastöflun og flutningur frá vinnsludekki niður í lest verður sjálfvirkur. • Lagerkerfi í lest verður sjálf- virkt. • Lestun og losun skipsins verður sjálfvirk. Í kjölfar samningsins mun þegar hefjast smíði á frumgerð flutningakerfisins og mun tím- inn fram að afhendingu fyrsta togarans nýttur í að reyna kerf- ið í aðstöðu Skagans á Akranesi. „Að HB Grandi velji okkar metnaðarfullu og um margt byltingarkenndu lausnir í ný skip sín er mikil viðurkenning á nýsköpun og þróunarstarfi okk- ar á síðustu misserum. Við höf- um í gegnum tíðina átt farsæl samskipti við starfsfólk HB Granda, m.a. í okkar þróunar- vinnu. Það farsæla samstarf er staðfest með þessum samningi. Við erum að gera eitthvað rétt,“ segir Ingólfur Árnason fram- kvæmdastjóri Skagans og 3X Technology, um samninginn. Fyrsti ferksfisktogarinn, Eng- ey RE, er væntanlegur til lands- ins síðla sumars 2016. Nýir togarar HB Granda: Samið um byltingarkenndar vinnslu- línur og sjálfvirkan búnað í lestum Skýringarmynd sem gefur hugmynd um vinnufyrirkomulagið í nýjum togurum HB Granda eftir að fiskur er kominn í gegnum vinnslulínuna og kælingu. Raðað er í fiskikerin á vinnsluþilfari og þaðan fara þau sjálfvirkt í lest. Mannshöndin er þar með óþörf í lestinni sjálfri. Verðmæti samnings HB Granda við Skagann og 3X Technology, nemur 1,1 milljarði króna. Fyrsti togarinn af þremur kemur til landsins frá Tyrklandi sumarið 2016. Mynd: Heimasiða HB Granda.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.