Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2015, Blaðsíða 25

Ægir - 01.01.2015, Blaðsíða 25
25 Gústaf segir fyrirtækið vel búið tækjum, bæði til reykingar og pökkunar, sem og vinnslu á lax- inum en hann kemur beint úr slátrun frá Fjarðalaxi á Patreks- firði. „Við fáum ferskan og heilan lax hingað í hús tvisvar í viku, flökum, reykjum, pökkum og frystum. Það er mjög mikilvægt að vera með gott hráefni og hafa á einni hendi allan vinnslu- ferilinn. Fyrir nokkrum árum áttu vinnslufyrirtæki á reyktum laxi í vandræðum með að fá góðan fisk en á því er orðin mjög mikil breyting allra síð- ustu ár. Fiskeldi á Íslandi er á uppleið og mikil gæði á fiskin- um sem hjálpar okkur að fram- leiða góðar afurðir fyrir okkar viðskiptavini,“ segir Gústaf. Reykt siglfirsk síld frá Egils hefur verið í verslunum hér á landi í tugi ára og þykir góð. Enda hefur fyrirtækið að baki sér tæplega 100 ára reynslu í reykingu á síld. Egils sjávarafurðir hafa fengið viðurkenningar fyrir reykta laxinn.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.