Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2015, Blaðsíða 31

Ægir - 01.01.2015, Blaðsíða 31
31 Mælingar Hafrannsóknastofn- unar á veiðistofni loðnu nú í janúarmánuði leiddu til tillögu hennar til sjávarútvegsráð- herra um aukningu á áður leyfðum heildarafla um 320 þúsund tonn. Hafrannsókna- skipið Árni Friðriksson og Birt- ingur NK voru við mælingar á svæðinu norður af Vestfjörðum og austur fyrir land, hið fyrr- nefnda fyrir Norðurlandi fram- an af mánuðinum og Birtingur úti fyrir Austfjörðum síðari hluta mánaðarins. Lagt er til að heildaraflinn verði 580.000 tonn á vertíðinni, að meðtöld- um þeim afla sem búið var að landa áður en janúarmæling- arnar voru gerðar. Með stærstu vertíðum síðasta áratugar Mikill viðsnúningur er í loðnu- veiðunum frá síðasta ári þegar veidd voru 142 þúsund tonn. Gangi veiðar eftir í takti við ráð- gjöfina mun aflinn verða lítið eitt meiri en fiskveiðiárið 2012/13 en minni en fiskveiði- árið 2011/12. Síðan þarf að leita allt aftur til fiskveiðiársins 2004/05 til að finna stærra ár í loðnuveiðum hér á landi. Í sögulegu samhengi síðasta ára- tugar stefnir því í eitt af stærri árunum í loðnuveiðum. Langt er þó í land að ná stærstu loðnuveiðiárunum en frá árinu 1984 hefur aflinn 10 sinnum náð yfir milljón tonn á fiskveiði- ári. Hið stærsta þeirra var 1996/97 þegar aflinn nam hátt í 1.600 þúsund tonnum. Loðna mæld á stóru svæði Líkt og áður er byggt á aðferð í loðnumælingum sem tekin var upp árið 1980, þ.e. að berg- málsmælingar eru notaðar til að kanna útbreiðslu og magn loðnu. Í leiðangri að hausti er mælingum beint að ungloðnu og niðurstöður þeirra leggja grunn að upphafsaflamarki næstu vertíðar. Eftir áramót eru síðan gerðar bergmálsmæling- ar á fullorðinni loðnu, þ.e. veiði- stofninum, og endanleg ráðgjöf um aflamark gefin út, líkt og nú var gert. Í ástandsskýrslu fiskistofna, sem Hafrannsóknastofnun gaf út í júní síðastliðnum, segir að veiðin á yfirstandandi vertíð byggi að mestu á árgöngunum frá 2011 og 2012 og samkvæmt upplýsingum stofnunarinnar mældist loðna á öllu mælinga- svæðinu fyrir Norður- og Aust- urlandi en hún var víða mjög dreifð. Mest reyndist magnið fyrir Vestfjörðum og Norður- landi á þessum tíma en í heild er veiðistofninn metinn 969 þúsund tonn. Að viðhafðri þeirri reglu að 400 þúsund tonn séu skilin eftir til hrygningar gáfu útreikningarnir niðurstöðu um 580 þúsund tonna afla- mark. Gera má ráð fyrir að af þess- um afla komi yfir 400 þúsund tonn í hlut íslenskra útgerða og sá afli gæti skilað um og yfir 25 milljörðum króna í útflutnings- verðmætum. L oðn u v eiða r Góð loðnuvertíð í uppsiglingu Eins og sjá má mældist loðna á stóru hafsvæði við landið norðan- og austanvert nú í janúar. Verði afli í samræmi við aflamark á vertíðinni stefnir í að hún verði sú næststærsta frá loðnuvertíðinni 2004/05. www.isfell.is Sjófatnaður Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1 • Kristbjörg Ólafsfjörður - Pálsbergsgötu 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.