Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2015, Blaðsíða 26

Ægir - 01.01.2015, Blaðsíða 26
26 Scanmar í Noregi er um þessar mundir að ljúka áralangri þró- un á botnstykki fyrir fiskiskip og tilheyrandi hugbúnaði sem metur hávaða og hljóðtíðnir frá fiskiskipum og segir til um áhrif þeirra á þær fiskitegundir sem viðkomandi skip er að veiða hverju sinni. Petter Pettersen, markaðsstjóri Scanmar, segir þennan búnað nýjung á heims- vísu og í þróunarferlinu hafi Scanmar átt náið samstarf við m.a. rannsóknaraðila hvað varðar þekkingu á hvernig ein- stakar fisktegundir skynja há- vaða og hljóðbylgjur og hvernig þær bregðast við þeim. „Í þróun búnaðarins höfum við byggt á rannsóknum um all- an heim. Niðurstöður þeirra sýna að fiskar hafa mjög mis- munandi skynjun á hljóð og hljóðbylgjur. Sem dæmi þá heyrir síld bæði mjög vel, skynj- ar hávaða og er líka næm fyrir hljóðbylgjum. Aftur á móti virð- ist þorskur ekki hafa góða heyrn og því má segja að það sé auðvelt að styggja síldina með hljóðum en síður þorskinn. Þetta eru aðeins tvö dæmi en það má líka nefna t.d. ufsa og sardínur sem dæmi um fiskteg- undir sem hafa mjög góða heyrn. Allar þessar upplýsingar höfum við sett í búnaðinn,“ segir Petter. Sagt fyrir um áhrif hljóða á viðkomandi veiðitegund Í stuttu máli má segja að nýja botnstykkið og hugbúnaðurinn frá Scanmar geri tvennt. Annars vegar skynjar búnaðurinn hljóð frá fiskiskipinu; mælir bæði hljóð í desíbelum og metur hljóðbylgjur sem skipið gefur frá sér. Þessar upplýsingar birt- ast á skjá fyrir búnaðinn sem staðsettur er í stjórnborði skip- stjóra og birtast þær þar í raun- tíma. Hitt aðalatriði búnaðarins eru innbyggðu upplýsingarnar um áhrif hljóðanna á fiskiteg- undir og þannig geta skip- T æ k n in ý ju n g a r Tímamótanýjung frá Scanmar í Noregi að koma á markað: Búnaður vaktar hljóð frá skipum og metur áhrif þeirra á veiðitegundirnar Þórir Matthíasson, framkvæmdastjóri Scanmar á Íslandi. „Útgerðar- og skipstjórnarmenn á Íslandi bíða spenntir eftir nýja búnaðinum enda hefur lengi verið beðið tæknilausna sem hjálpa til við að meta áhrif sem hljóð frá skipum hefur á fiskimiðunum.“ Per Kolbjorn Soglo er einn af mörgum starfsmönnum Scanmar sem tek- ið hefur þátt í þróun nýja botnstykkisins en búnaðurinn er nú í prófun- um í Noregi og víðar í Evrópu. Nýtt botnstykki frá Scanmar fer í almenna sölu nú á fyrri helmingi árs- ins. Öll ný skip sem eru í smíðum í Noregi verða með þessum búnaði.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.