Reykjalundur - 01.06.1947, Qupperneq 23
Reykj alundur
Uppundir hlýju Helgafelli
hátt mót suðri blasir við,
reistur af guðum
REYKJALUNDUR
raun, sem léttir, eykur frið.
Hér eru’ að gerast ótal undur,
opnast nú paradísar hlið.
Bresta fjötrar, brotna sundur;
blessa skal hér nýjan sið.
Hérna verkin stolt úr steini
stara móli. himni blám.
Hornsteinninn var ekkjueyrir,
auðmjúk bœn að svala prám.
Þetta kallið pjóðiti heyrir,
því er létt að vinna Glám.
Margra átak rammelft reyrir
rósavoð að siglutrjám.
Alltaf varst þú óskadraumur
árin mörg, sem glímdi ég.
Gegnum myrkurs gráa þoku
glitta’ eg sá i ruddan veg.
Hörð var ganga’ i hriðarstroku
um hvaSsar nibbur sóknin treg.
Þá kvaddi’ eg dyra, leitaði’ að loku,
lifs á hurðir knúði ég.
Fyrirheitið, sem forðum var gefið
og frœgt er i sögu’ um alla jörð,
pað birtist mér þá sem blóm á vori,
er brýzt út i lifið úr köldum svörð.
Óskin, hún klœddist svo þreki og þori;
þjáðir menn um hana stóðu vörð.
Hið langþreytta fólk varð léttara’ i spori
þó lífsganga þess væri sár og hörð.
Rís móti himni, reistur af guðum
REYKJALUNDUR með óskir og þrár.
Fjöldans átak og fólksins draumur
er fjötrað þjáist um daga’ og ár.
Styðji þig timanna sterki straumur,
stöðvaðu böl og þerrðu tár.
Stækkaðu, blómgastu, styrkist þinn taumur,
stefnan er: Ijósvitinn, glæstur og hár.
JÓHANN J. E. KÚLD