Reykjalundur - 01.06.1947, Side 24
Kristneshæli.
JÓHANN J. E. KÚLD:
Vinnustofur sjúklinga
á Kristneshæli
„Rómaborg var ekki byggð á einum degi,“
segir gamalt frægt spakmæli. Þannig hefur
þetta ævinlega gengið til, þegar um stór-
framkvæmdir hefur verið að ræða, þó mis-
jafnlega langan tíma hafi tekið, frá því
grundvöllurinn var lagður, í hugum braut-
ryðjendanna, þar til byggingin var fullgjör
til starfa. Það eru liðin mörg ár, frá því
menn sáu fyrst nauðsyn þess, að vinnustofur
yrðu reistar í sambandi við dvöl sjúklinga á
Kristneshæli. Sjúklingar og forráðamenn
hælisins voru sammála um, að mikil þörf
væri fyrir slíka stofnun, en tíminn leið, án,
þess, að neinu yrði um þokað í þessu máli.
Það var ekki fyrr en eftir stofnun S. í. B. S.,
að verulegur skriður fór að komast á þetta
mikla nauðsynjamál; Það fór vorblær yfir
landið, við stofmm sambandsins. Ekki ein-
ungis þeir sjúku, sáu vonaland fram undan,
þar sem verið var að ryðja veginn fyrir þá,
sem á eftir koma, heldur einnig þeir heil-
brigðu fengu nýja trú á lífið. Menn tóku að
horfa hærra en áður og hugsa stærra.
Nú er þessi langþráða bygging að Krist-
neshæli loksins risin af grunni og nærri full-
gjör. Aðeins eftir að mála húsið. Ríkissjóður
hefur þarna unnið þarft verk, sem á eftir að
skila þjóðinni margföldum rentum á ókomn-
um tímum; enda óbrotgjarn minnisvarði um
það, sem hið opinbera vald hefur vel gjört
í heilbrigðismálum þjóðarinnar á þessum
tíma.
En það má ekki gleymast, að bak við þetta
átak stendur áralöng barátta, sjúklinga á
Kristneshæli, hælislækna, ráðsmanns og
S. I. B. S., enda mega nú allir þessir aðilar
6
Reykjalundur