Reykjalundur - 01.06.1947, Qupperneq 26

Reykjalundur - 01.06.1947, Qupperneq 26
JÓN SIGURÐSSON, clr. mecl: Hvernig smitast menn af berklum? Berklaveiki er afar sjaldan meðfædd, og það kemur því aðeins fyrir, að móðirin sé með berkla í móðurlífi eða í blóðinu. Er al- mennt álitið, að möguleikarnir á slíkri smit- un séu svo litlir, að varla sé hægt að taka tillit til þeirra. Berklasmitun getur hins vegar átt sér stað í gegnum húðina við snertingu (con- tact) og orsakað húðberkla (lúpus), en til þess þarf einhver veila að vera í húð eða slímhimnum líkamans, þar eð svo virðist sem berklasýkillinn komist ekki í gegnum heilt hörundið. Aður fyrr fengu læknar, dýralæknar og slátrarar stundum húðberkla (,,líkberkla“) við vinnu sína, en þá jafnan í sár eða afrifur á höndum. A svipaðan hátt hafa húðberklar ósjaldan myndazt á berkla- veikum heimilum, t. d. hjá börnum, við það, að þau bora í nös sér með fingrunum, og' þar sem mikið er um kúaberkla, hefur enn fremur fjósarykið orsakað augnhimnuberkla hjá mjaltafólkinu. Húðberklar myndast þó ekki eingöngu við utanaðkomandi smitun, heldur einnig — og sennilega venjulega — við smitun innan að, með blóði og sogæða- vökva frá sýktum stað í líkamanum. Varla er hægt að gera ráð fyrir, að lungnaberklar myndist út frá húðberklum, sem orsakazt hafa af utanaðkomandi smitun, og hef ég, þrátt fyrir mikla leit, aðeins fundið lýsingu á einu slíku fyrirbrigði. — Berklasmitunar í gegijum hörundið mun gæta lítið hér á landi, enda er mjög lítið um húðberkla hér. Langalgengast er, að berklasmitunin eigi sér stað annaðhvort í meltingar- eða öndun- arfærunum, og er rétt, áður en lengra er haldið, að gera sér grein fyrir, hvar smit- unaruppruninn, berklasýkillinn, felst. Jón Sigurðsson lieknir. í örfáum tilfellum 'hefur tekizt að finna berklasýkla í mjólk berklaveikra mæðra, en ekki er vitað, að mæðramjólk hafi nokkru sinni orsakað berklaveiki. Berklasjúklingar geta samt á ýmsan hátt orðið þess valdandi, beint eða óbeint, að berklasýklar berist í mjólk og aðrar fæðutegundir með ryki eða hóstadropum eða við óhreinlega meðferð á matnum, og er ýmislegt, sem bendir til þess, að slík óhreinkun á fæðunni sé tíðari en al- mennt er áhtið. 1 Miklu meiri smithætta stafar af þeim fæðutegundum, sem berklasýklar eru í „frá náttúrunnar hendi“, einkum mjólk og mjólk- 8 Reykjalundur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.