Reykjalundur - 01.06.1947, Side 26

Reykjalundur - 01.06.1947, Side 26
JÓN SIGURÐSSON, clr. mecl: Hvernig smitast menn af berklum? Berklaveiki er afar sjaldan meðfædd, og það kemur því aðeins fyrir, að móðirin sé með berkla í móðurlífi eða í blóðinu. Er al- mennt álitið, að möguleikarnir á slíkri smit- un séu svo litlir, að varla sé hægt að taka tillit til þeirra. Berklasmitun getur hins vegar átt sér stað í gegnum húðina við snertingu (con- tact) og orsakað húðberkla (lúpus), en til þess þarf einhver veila að vera í húð eða slímhimnum líkamans, þar eð svo virðist sem berklasýkillinn komist ekki í gegnum heilt hörundið. Aður fyrr fengu læknar, dýralæknar og slátrarar stundum húðberkla (,,líkberkla“) við vinnu sína, en þá jafnan í sár eða afrifur á höndum. A svipaðan hátt hafa húðberklar ósjaldan myndazt á berkla- veikum heimilum, t. d. hjá börnum, við það, að þau bora í nös sér með fingrunum, og' þar sem mikið er um kúaberkla, hefur enn fremur fjósarykið orsakað augnhimnuberkla hjá mjaltafólkinu. Húðberklar myndast þó ekki eingöngu við utanaðkomandi smitun, heldur einnig — og sennilega venjulega — við smitun innan að, með blóði og sogæða- vökva frá sýktum stað í líkamanum. Varla er hægt að gera ráð fyrir, að lungnaberklar myndist út frá húðberklum, sem orsakazt hafa af utanaðkomandi smitun, og hef ég, þrátt fyrir mikla leit, aðeins fundið lýsingu á einu slíku fyrirbrigði. — Berklasmitunar í gegijum hörundið mun gæta lítið hér á landi, enda er mjög lítið um húðberkla hér. Langalgengast er, að berklasmitunin eigi sér stað annaðhvort í meltingar- eða öndun- arfærunum, og er rétt, áður en lengra er haldið, að gera sér grein fyrir, hvar smit- unaruppruninn, berklasýkillinn, felst. Jón Sigurðsson lieknir. í örfáum tilfellum 'hefur tekizt að finna berklasýkla í mjólk berklaveikra mæðra, en ekki er vitað, að mæðramjólk hafi nokkru sinni orsakað berklaveiki. Berklasjúklingar geta samt á ýmsan hátt orðið þess valdandi, beint eða óbeint, að berklasýklar berist í mjólk og aðrar fæðutegundir með ryki eða hóstadropum eða við óhreinlega meðferð á matnum, og er ýmislegt, sem bendir til þess, að slík óhreinkun á fæðunni sé tíðari en al- mennt er áhtið. 1 Miklu meiri smithætta stafar af þeim fæðutegundum, sem berklasýklar eru í „frá náttúrunnar hendi“, einkum mjólk og mjólk- 8 Reykjalundur

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.