Reykjalundur - 01.06.1947, Side 32

Reykjalundur - 01.06.1947, Side 32
ODDNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR: ALDAMÓT Sigga rétti úr sér við þvottabalann og fann til verkjar í hryggnum. Það var ein- hver ólund í hlóðunum og enn ekki farið að sjóða í þvottapottinum. Rigningin seytl- aði niður sótugár fjalirnar í eldhússtromp- inum. Það lá ekki vel á Siggu. Bæjardyrahurðin var opnuð harlcalega og henni skellt aftur. Kaldur gustur kom inn í eldhúsið og hrollur fór um Siggu. Hún heyrði gengið inn eldhúsgöngin á blautum leðurskóm og vissi hver það var. Hann kom þegjandi inn. Hár hans var rennvott og andlitið rautt af kulda. Bleytan vall upp úr útvötnuðúm skóræflunum. Maðurinn gekk til hennar, kyssti hana laust á vangann og lagði höndina snöggvast á Öxl hennar. Hann brosti örlítið, ætlaði víst að segja eitthvað en hætti við það og fór þegj- andi út aftur. I dyrunum leit hann við og hrollur fór um herðar hans. Svo hvarf hann fram í dimm göngin. Hann hefði þó getað sagt eitthvað. Nei, það var varla von í svona veðri. Hvað hefði hann svo sem átt að segja? Sjálf hafði hún ekki hreyft hendurnar upp úr balanum, þegar hann heilsaði henni. Þetta var allt veðrinu að kenna. Haustrigningar eru alltaf svo ömurlegar og minna á, að skammdegið er að 'nálgast. Hana langaði til að fara á eftir honum inn í baðstofu, láta hann fara í þurr föt, gefa honum heitan mat og helzt að láta hann ekki fara út aftur. En hún vissi, að piltarnir mundu flýta sér út, þegar þeir væru búnir að gleypa í sig harðfiskinn og hrossaketið. * Það var ekki ómaksins vert að hafa sokka- skipti, enda datt engum það í hug. En hún vissi það, af reynslu, að ekki var notalegt að láta bleytuna hlýna utan á sér og fara 14 svo aftur út í kuldann. Til hvers var honum að eiga konu eins og hana? Sigga kingdi munnvatni sínu aftur og aftur, deplaði augunum og laut enn dýpra yfir þvottabalann. Nú dugði ekki að vola eins og krakki. Hún var orðin tvítug stúlka — nei kona, gift kona. Hallveig húsfreyja gat komið fram þá og þegar að kalla á hana til að borða. Hún bætir á eldinn og lætur það eftir sér, að tylla sér á hvalbein, rétta úr hryggnum og lagfæra á sér hárið. Og úr því hún er setzt á annað borð, getur hún ekki neitað sér um að láta þreytuna líða úr hryggnum fáein augnabhk. Bara að væri komið vor — veturinn liðinn og komið vor. I fyrravor, þá trúlofuðust þau. Auðvitað hefur fólk haldið að hann hafi beðið hennár, hugsar hún íbyggin; en það gerði hann ekki. Fólk veit svo lítið. Enginn veit þetta nema þau tvö. Og hvað skyldi fólk segja, ef það vissi hvernig það vildi til? Hún hafði verið vinnukona á Hnúki í fjögur ár. Hann var nýkominn. Það var vor. Vorið var ákaflega hart. Jóni hafði víst alls staðar verið illa þjónað, en hún vakti á kvöldin og bætti fataræflana hans eins vel og hún gat. „Var vont að vera í Nesi?“ spurði hún einu sinni. „Eins og gerist og gengur,“ svaraði hann. Hann var með afbrigðum fáorður. En hún vissi, að hann hafði átt illt. Svo leið mánuður. Þau töluðu lítið saman. Einu sinni kom hann heim til að borða, að kvöldlagi. Hún gerði sér erindi inn í bað- stofu og spurði hann, hvort hann væri ekki. blautur í fæturna. Þar sat hann yfir eld- súru, gömlu slátri, hákarli og sundurtættri sviðalöpp. Reykjalundur í

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.